Körfubolti

Grindavík fór illa með KR | Þriðja tap KR-inga í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ingvi Þór skoraði 23 stig fyrir Grindavík.
Ingvi Þór skoraði 23 stig fyrir Grindavík. vísir/bára
Grindavík tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Geysisbikars karla í körfubolta með öruggum sigri á Íslandsmeisturum KR, 110-81, í kvöld.

KR-ingar, sem voru án Kristófers Acox og Michaels Craion, áttu ekki möguleika gegn Grindvíkingum í kvöld.

Þetta var þriðja tap KR í röð og fimmta tap liðsins í síðustu sex leikjum. Grindavík hefur hins vegar unnið þrjá leiki í röð.

Heimamenn unnu frákastabaráttuna, 44-30, og voru með 58% þriggja stiga nýtingu í leiknum.

Jamal Olasawere var stigahæstur Grindvíkinga með 30 stig. Ingvi Þór Guðmundsson skoraði 23 stig og Kristófer Breki Gylfason 16. Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 13 stig og gaf níu stoðsendingar.

Helgi Már Magnússon skoraði 24 stig fyrir KR-inga. Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarsynir skoruðu 17 og 15 stig. Sá síðarnefndi gaf einnig átta stoðsendingar. Jón Arnór Stefánsson var rekinn út úr húsi undir lok 3. leikhluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×