Handbolti

Seinni bylgjan: Valsmenn geta farið alla leið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valsmenn geta farið langt í Áskorendabikar Evrópu, og jafnvel alla leið. Þetta sögðu þeir Halldór Sigfússon og Ágúst Jóhannsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport.Í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið var m.a. rætt um möguleika Vals í Áskorendabikarnum. Valsmenn tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar með því að slá Bregenz frá Austurríki úr leik um helgina, 62-52 samanlagt.„Það eru áhugaverð lið í þessari keppni en engin stórlið. Það eru frábær úrslit að vinna Bregenz með tíu mörkum. Hver veit, ef þeir spila heima og að heiman, af hverju ekki 8-liða eða undanúrslit,“ sagði Halldór.Ágúst hefur trú á Valsliðinu ekki síst vegna markvarðapars þess.„Ég held þeir geti farið mjög langt. Ef allir eru heilir er Valur með frábært lið. Stóra málið finnst mér að Valur er tvo markverði í alþjóðlegum gæðaflokki. Það er mikilvægt og getur fleytt þeim langt. Í raun og veru geta þeir farið alla leið,“ sagði Ágúst.Í Lokaskotinu var einnig rætt um bestu leikmenn Olís-deildanna á tímabilinu og hvort Haukar yrðu ósigraðir fram að jólum í Olís-deild karla.Lokaskotið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.