Körfubolti

Martin þriðji stoðsendingahæstur í EuroLeague

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin og félagar í ALBA Berlin hafa unnið tvo leiki í röð í EuroLeague.
Martin og félagar í ALBA Berlin hafa unnið tvo leiki í röð í EuroLeague. vísir/getty
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er þriðji stoðsendingahæsti leikmaður EuroLeague, sterkustu deildar Evrópu.Martin átti góðan leik þegar ALBA Berlin vann Rauðu stjörnuna, 93-80, í fyrradag. Hann skoraði 16 stig og gaf fjórar stoðsendingar.Martin hefur leikið vel í EuroLeague í vetur en hann er með 8,9 stig, 1,5 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.Aðeins tveir leikmenn hafa gefið fleiri stoðsendingar en Martin í EuroLeague á tímabilinu.Nick Calathes, leikmaður Panathinaikos, er stoðsendingahæstur í EuroLeague með 9,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Calathes er aðalleikstjórnandi gríska landsliðsins og fyrrverandi leikmaður Memphis Grizzlies í NBA.Næststoðsendingahæsti leikmaður EuroLeague er Serbinn Vasilije Micic, leikmaður tyrkneska liðsins Anadolu Efes. Hann er með 6,8 stoðendingar að meðaltali í leik.Næsti leikur Martins og félaga í EuroLeague er gegn Olympiacos á heimavelli í kvöld.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.