Körfubolti

Martin þriðji stoðsendingahæstur í EuroLeague

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin og félagar í ALBA Berlin hafa unnið tvo leiki í röð í EuroLeague.
Martin og félagar í ALBA Berlin hafa unnið tvo leiki í röð í EuroLeague. vísir/getty

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er þriðji stoðsendingahæsti leikmaður EuroLeague, sterkustu deildar Evrópu.

Martin átti góðan leik þegar ALBA Berlin vann Rauðu stjörnuna, 93-80, í fyrradag. Hann skoraði 16 stig og gaf fjórar stoðsendingar.

Martin hefur leikið vel í EuroLeague í vetur en hann er með 8,9 stig, 1,5 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Aðeins tveir leikmenn hafa gefið fleiri stoðsendingar en Martin í EuroLeague á tímabilinu.

Nick Calathes, leikmaður Panathinaikos, er stoðsendingahæstur í EuroLeague með 9,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Calathes er aðalleikstjórnandi gríska landsliðsins og fyrrverandi leikmaður Memphis Grizzlies í NBA.

Næststoðsendingahæsti leikmaður EuroLeague er Serbinn Vasilije Micic, leikmaður tyrkneska liðsins Anadolu Efes. Hann er með 6,8 stoðendingar að meðaltali í leik.

Næsti leikur Martins og félaga í EuroLeague er gegn Olympiacos á heimavelli í kvöld.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.