Körfubolti

Sportpakkinn: Martin sýndi frábæra takta í Grikklandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martin í leiknum í gærkvöld
Martin í leiknum í gærkvöld vísir/getty
Martin Hermannsson átti stórleik í tvíframlengdum leik í EuroLeague með Alba Berlin í gærkvöld. Alba mætti gríðarsterku liði Panathinaikos á útivelli.Guðjón Guðmundsson tók saman það helsta úr leiknum í Sportpakkanum.Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og var það Martin sem jafnaði metin fyrir Alba Berlin á síðustu sekúndum leiksins í 88-88 svo framlengja þurfti leikinn.Martin skoraði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar í leiknum.Hann jafnaði aftur metin undir lok fyrri framlengingarinnar og voru Þjóðverjarnir sterkari í seinni framlengingunni og unnu 106-105.Þetta var annar sigur Alba Berlin í keppninni.Klippa: Sportpakkinn: Martin frábær í EuroLeague

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.