Körfubolti

Sportpakkinn: Martin sýndi frábæra takta í Grikklandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martin í leiknum í gærkvöld
Martin í leiknum í gærkvöld vísir/getty

Martin Hermannsson átti stórleik í tvíframlengdum leik í EuroLeague með Alba Berlin í gærkvöld. Alba mætti gríðarsterku liði Panathinaikos á útivelli.

Guðjón Guðmundsson tók saman það helsta úr leiknum í Sportpakkanum.

Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og var það Martin sem jafnaði metin fyrir Alba Berlin á síðustu sekúndum leiksins í 88-88 svo framlengja þurfti leikinn.

Martin skoraði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar í leiknum.

Hann jafnaði aftur metin undir lok fyrri framlengingarinnar og voru Þjóðverjarnir sterkari í seinni framlengingunni og unnu 106-105.

Þetta var annar sigur Alba Berlin í keppninni.

Klippa: Sportpakkinn: Martin frábær í EuroLeagueAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.