Sport

Í beinni í dag: Dregið í um­spilið hjá Ís­landi, þrír körfu­bolta­leikir og Domin­os Körfu­bolta­kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nóg um að vera á Sportinu í dag.
Nóg um að vera á Sportinu í dag. vísir/getty/bára/samsett
Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag en golf, enskur fótbolti, umspilsdráttur og körfubolti verður í sviðsljósinu í dag.Hægt er að taka daginn snemma með að kveikja á Stöð 2 Golf er DP World Tour meistaramótið heldur áfram en fyrsti dagurinn fór fram í gær.Klukkan ellefu mun svo draga til tíðinda er dregið verður í umspilið hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Þá skýrist hverjum strákarnir okkar mæta í umspilinu fyrir EM 2020.Þrír körfuboltaleikir eru svo á dagskrá í dag. Það er tvíhöfði í Ólafssal þar sem Haukar og Skallagrímur mætast í Dominos-deild kvenna og Haukar og Keflavík í Dominos-deild karla.Þór Þorlákshöfn og ÍR mætast svo í Þorlákshöfn en PGA tour og CME meistaramótið er einnig hægt að finna á Golfrás Stöðvar 2 í dag.Eins og aðra föstudaga þegar íslenski körfuboltinn er í gangi verður umferðin gerð upp með Kjartani Atla Kjartanssyni og spekingum hans í Dominos Körfuboltakvöldi í kvöld.Beinar útsendingar dagsins sem og helgarinnar má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.Beinar útsendingar dagsins:

07.00 DP World Tour Championship (Stöð 2 Golf)

11.00 Dregið í umspilskeppni fyrir EM (Stöð 2 Sport)

17.00 PGA Tour 2019 (Stöð 2 Sport 4)

17.50 Haukar - Skallagrímur (Stöð 2 Sport 2)

18.00 CME Group Tour Championship (Stöð 2 Golf)

18.20 Þór Þ. - ÍR (Stöð 2 Sport)

19.40 Fulham - QPR (Stöð 2 Sport 3)

20.10 Haukar - Keflavík (Stöð 2 Sport)

22.10 Dominos Körfuboltakvöld karla (Stöð 2 Sport)

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.