Sport

Í beinni í dag: Dregið í um­spilið hjá Ís­landi, þrír körfu­bolta­leikir og Domin­os Körfu­bolta­kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nóg um að vera á Sportinu í dag.
Nóg um að vera á Sportinu í dag. vísir/getty/bára/samsett

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag en golf, enskur fótbolti, umspilsdráttur og körfubolti verður í sviðsljósinu í dag.

Hægt er að taka daginn snemma með að kveikja á Stöð 2 Golf er DP World Tour meistaramótið heldur áfram en fyrsti dagurinn fór fram í gær.

Klukkan ellefu mun svo draga til tíðinda er dregið verður í umspilið hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Þá skýrist hverjum strákarnir okkar mæta í umspilinu fyrir EM 2020.

Þrír körfuboltaleikir eru svo á dagskrá í dag. Það er tvíhöfði í Ólafssal þar sem Haukar og Skallagrímur mætast í Dominos-deild kvenna og Haukar og Keflavík í Dominos-deild karla.

Þór Þorlákshöfn og ÍR mætast svo í Þorlákshöfn en PGA tour og CME meistaramótið er einnig hægt að finna á Golfrás Stöðvar 2 í dag.

Eins og aðra föstudaga þegar íslenski körfuboltinn er í gangi verður umferðin gerð upp með Kjartani Atla Kjartanssyni og spekingum hans í Dominos Körfuboltakvöldi í kvöld.

Beinar útsendingar dagsins sem og helgarinnar má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar dagsins:
07.00 DP World Tour Championship (Stöð 2 Golf)
11.00 Dregið í umspilskeppni fyrir EM (Stöð 2 Sport)
17.00 PGA Tour 2019 (Stöð 2 Sport 4)
17.50 Haukar - Skallagrímur (Stöð 2 Sport 2)
18.00 CME Group Tour Championship (Stöð 2 Golf)
18.20 Þór Þ. - ÍR (Stöð 2 Sport)
19.40 Fulham - QPR (Stöð 2 Sport 3)
20.10 Haukar - Keflavík (Stöð 2 Sport)
22.10 Dominos Körfuboltakvöld karla (Stöð 2 Sport)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.