Fótbolti

Golf­sveiflur á æfingu Real er Bale snéri aftur | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gareth Bale á blaðamannafundi á dögunum.
Gareth Bale á blaðamannafundi á dögunum. vísir/getty
Það virtist létt yfir leikmönnum Real Madrid er þeir undirbjuggu sig fyrir leik helgarinnar gegn Real Sociedad.Gareth Bale var mikið í umræðunni í vikunni en hann spilaði sinn fyrsta leik í sex vikur er Wales tryggði sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar.Wales-verjinn hefur ekkert spilað fyrir Real síðan 5. október og hefur verið gagnrýndur fyrir að vera meira einbeita sér að golfi en fótbolta.Hann hélt svo á fána eftir sigur Wales gegn Ungverjum sem tryggði sætið á HM þar sem stóð: Wales. Golf. Madríd. Í þessari röð.Þetta hefur farið létt í leikmenn Real og Mariano sló á létta strengi á æfingu liðsins í dag er hann sló golfsveiflu. Atvikið vakti lukku hjá Bale.Flautað verður til leiks klukkan 20.00 annað kvöld og er leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.