Fótbolti

Golf­sveiflur á æfingu Real er Bale snéri aftur | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gareth Bale á blaðamannafundi á dögunum.
Gareth Bale á blaðamannafundi á dögunum. vísir/getty

Það virtist létt yfir leikmönnum Real Madrid er þeir undirbjuggu sig fyrir leik helgarinnar gegn Real Sociedad.

Gareth Bale var mikið í umræðunni í vikunni en hann spilaði sinn fyrsta leik í sex vikur er Wales tryggði sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar.

Wales-verjinn hefur ekkert spilað fyrir Real síðan 5. október og hefur verið gagnrýndur fyrir að vera meira einbeita sér að golfi en fótbolta.

Hann hélt svo á fána eftir sigur Wales gegn Ungverjum sem tryggði sætið á HM þar sem stóð: Wales. Golf. Madríd. Í þessari röð.

Þetta hefur farið létt í leikmenn Real og Mariano sló á létta strengi á æfingu liðsins í dag er hann sló golfsveiflu. Atvikið vakti lukku hjá Bale.

Flautað verður til leiks klukkan 20.00 annað kvöld og er leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.