Innlent

Hvernig á að finna óþrifafé?

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Jón Ólafsson prófessor fer fyrir stýrihópi um eflingu trausts á stjórnmálum.
Jón Ólafsson prófessor fer fyrir stýrihópi um eflingu trausts á stjórnmálum. Fréttablaðið/Anton Brink
Það er ekki spurning að margir stunda peningaþvætti hér á landi að sögn stjórnarmanns í félaginu Gagnsæi sem stendur ásamt, Blaðamannafélagi Íslands og Kjarnanum í dag fyrir vinnustofunni „Hvernig á að finna óþrifafé?“

Um er að ræða vinnustofu um rannsóknir á vegum fjölmiðla og félagasamtaka á peningaþvætti og undanskotum. Jón Ólafsson stjórnarmaður í Gagnsæi segir að mál sem tengjast peningaþvætti séu oft afar flókin og mikilvægt að fólk sem rannsaki þau læri hvert af öðru.

„Hér á landi hafa íslenskir blaðamenn mikið fjallað um mál sem tengjast peningaþvætti og hafa reynslu af þessu. Þannig að það er ekki síður verið að bera saman bækur og læra hvert af öðru. Svona samstarf og samtal er það sem er langskilvirkast til að fólk geti kynnst aðferðunum og eflt varnir,“ segir hann.

Jón segir dæmin sýni að peningaþvætti sé algengt hér á landi.

„Peningaþvætti hefur alltaf einhverja alþjóðlega vídd og það er ekki spurning að á Íslandi eru margir aðilar sem stunda peningaþvætti af einhverju tagi,“ segir hann. 

Félagið Gagnsæi á aðild að Transparancy International sem er með deildir víða um heim. Meðal fyrirlesara á vinnustofunni er Ilia Shumanof aðstoðrarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar félagsins.

„Hann er að benda á merki þess að um sé að ræða peningaþvætti í samskiptum sem á yfirborðinu virðast eðlileg. Þá leggur hann áherslu á að peningaþvætti er ótrúlega víða og af ótrúlega mörgum tegundum,“ segir Jón.





 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×