Aukinn stuðningur við námsmenn Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 11. nóvember 2019 11:00 Menntasjóður námsmanna á að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna en í sumar voru breytingarnar kynntar með frumvarpsdrögum um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna. Með Menntasjóð er gert miklu betur gagnvart foreldrum í námi heldur en gert er í dag og 30% niðurfelling á höfuðstól námsláns við námslok, ásamt verðbótum ef námi er lokið innan tilsetts tíma er af hinu góða. Frumvarpið um Menntasjóð leggur þó til vaxtafyrirkomulag sem stúdentar geta ekki sætt sig við. Afnema á vaxtahámark, vextir munu hækka og verða breytilegir. Að vaxtafyrirkomulagi óbreyttu myndi slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs bitna á lángreiðendum í nýju kerfi. Ófyrirsjáanlegt er hvert vaxtaumhverfið verður þegar í raun kemur að endurgreiðslum, árum eftir að námsmaður hefur nám og tekur námslánið. Sé sett á vaxtahámark myndi þessi óvissa minnka umtalsvert. Þá kunna háir vextir til lengri tíma að þurrka út ávinning sem hlýst af niðurfellingu höfuðstóls námslánsins en vaxtahámark getur komið í veg fyrir það.Mat á þjóðhagslegum ávinning af nýju lánasjóðskerfi sýnir að þjóðhagslegur ábati af þessum breytingum verður líklega um 1-3 milljarðar króna. Þetta mat tekur mið af skatttekjum ríkisins þar sem stúdentar skila sér fyrr á vinnumarkaðinn ásamt því að sparnaður verður í skólakerfinu vegna aukinnar skilvirkni enda hvetur nýja námslánakerfið námsmenn til að klára nám á styttri tíma en gengur og gerist í dag. Á sama tíma eiga útgjöld ríkisins til námslánakerfisins að standa í stað. Hér er því glatað tækifæri ríkisins á að fjárfesta í menntun og standa við gefin loforð um stórsókn í menntamálum. Sparnaður ríkisins og auknar skatttekjur sýna að ef viljinn er fyrir hendi er hægt að auka námsstuðning á Íslandi. Samt miða breytingar frumvarpsins aðeins að því að jafna dreifingu á þeim stuðningi sem til staðar er í gildandi kerfi. Menntasjóðurinn yrði eflaust ekki aðlaðandi þegar efnahagslífið væri í lægð og háir vextir blasa við. Afleiðingin er sú að fólk gæti síður verið tilbúið til sækja sér menntun og taka lán vegna þess, sérstaklega menntun vegna starfa í tekjulægri stéttum. Einmitt þegar efnahagsástand versnar hlýtur innspýting ríksins í menntamál að þurfa að vera hvað mest svo ef vextir rjúka upp ættu stúdentar ekki að bera þá áhættu heldur ætti ríkissjóður að styðja við menntamál og niðurgreiða vexti. Greinarhöfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Menntasjóður námsmanna á að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna en í sumar voru breytingarnar kynntar með frumvarpsdrögum um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna. Með Menntasjóð er gert miklu betur gagnvart foreldrum í námi heldur en gert er í dag og 30% niðurfelling á höfuðstól námsláns við námslok, ásamt verðbótum ef námi er lokið innan tilsetts tíma er af hinu góða. Frumvarpið um Menntasjóð leggur þó til vaxtafyrirkomulag sem stúdentar geta ekki sætt sig við. Afnema á vaxtahámark, vextir munu hækka og verða breytilegir. Að vaxtafyrirkomulagi óbreyttu myndi slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs bitna á lángreiðendum í nýju kerfi. Ófyrirsjáanlegt er hvert vaxtaumhverfið verður þegar í raun kemur að endurgreiðslum, árum eftir að námsmaður hefur nám og tekur námslánið. Sé sett á vaxtahámark myndi þessi óvissa minnka umtalsvert. Þá kunna háir vextir til lengri tíma að þurrka út ávinning sem hlýst af niðurfellingu höfuðstóls námslánsins en vaxtahámark getur komið í veg fyrir það.Mat á þjóðhagslegum ávinning af nýju lánasjóðskerfi sýnir að þjóðhagslegur ábati af þessum breytingum verður líklega um 1-3 milljarðar króna. Þetta mat tekur mið af skatttekjum ríkisins þar sem stúdentar skila sér fyrr á vinnumarkaðinn ásamt því að sparnaður verður í skólakerfinu vegna aukinnar skilvirkni enda hvetur nýja námslánakerfið námsmenn til að klára nám á styttri tíma en gengur og gerist í dag. Á sama tíma eiga útgjöld ríkisins til námslánakerfisins að standa í stað. Hér er því glatað tækifæri ríkisins á að fjárfesta í menntun og standa við gefin loforð um stórsókn í menntamálum. Sparnaður ríkisins og auknar skatttekjur sýna að ef viljinn er fyrir hendi er hægt að auka námsstuðning á Íslandi. Samt miða breytingar frumvarpsins aðeins að því að jafna dreifingu á þeim stuðningi sem til staðar er í gildandi kerfi. Menntasjóðurinn yrði eflaust ekki aðlaðandi þegar efnahagslífið væri í lægð og háir vextir blasa við. Afleiðingin er sú að fólk gæti síður verið tilbúið til sækja sér menntun og taka lán vegna þess, sérstaklega menntun vegna starfa í tekjulægri stéttum. Einmitt þegar efnahagsástand versnar hlýtur innspýting ríksins í menntamál að þurfa að vera hvað mest svo ef vextir rjúka upp ættu stúdentar ekki að bera þá áhættu heldur ætti ríkissjóður að styðja við menntamál og niðurgreiða vexti. Greinarhöfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun