Innlent

Tveir í haldi eftir eld á Argentínu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Veitingastaðnum var skellt í lás í byrjun aprílmánaðar 2018.
Veitingastaðnum var skellt í lás í byrjun aprílmánaðar 2018.

Slökkvilið var kallað út rétt eftir miðnættið þegar tilkynning barst um eld í þaki á húsi við Barónsstíg í Reykjavík.

Þegar lögregla kom á staðinn kom í ljós að kveikt hafði verið í arni í húsinu og logaði svo glatt í honum að eldtungurnar stóðu upp um reykháfinn og fylgdi mikill reykur með.

Að sögn slökkviliðs reyndist þó lítið mál að slökkva í arninum og kældu slökkviliðsmenn síðan reykháfinn sjálfan og svæðið þar í kring til öryggis.

Tveir einstaklingar voru í húsinu þegar lögregla mætti á vettvang og voru báðir handteknir enda á húsið að vera mannlaust, en um er að ræða húsnæði sem til fjölda ára hýsti steikhúsið Argentínu.

Mennirnir sem kveiktu í arninum fengu að gista fangageymslur í nótt og málið er í rannsókn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.