Erlent

Sílemenn kjósa um nýja stjórnarskrá

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frá mótmælunum í Síle.
Frá mótmælunum í Síle. Vísir/AP
Stærstu stjórnmálaflokkar Síle sammældust í dag um að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Mikill fjöldi landsmanna hefur mótmælt ríkisstjórninni og misskiptingu í landinu undanfarnar vikur.

Samkvæmt tillögum flokkanna verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í apríl næstkomandi um hvort þingið eða sérstakt stjórnlagaráð skuli skrifa nýju stjórnarskrána.

Núgildandi stjórnarskrá er um fjörutíu ára gömul, komin frá þáverandi herforingjastjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×