Körfubolti

Körfuboltakvöld: Eru Fjölnismenn búnir að missa trúna?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það er þungt yfir Fjölnismönnum
Það er þungt yfir Fjölnismönnum vísir/bára

Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds hafa áhyggjur af því að Fjölnismenn hafi misst trúna á því að þeir geti unnið leiki.

Nýliðar Fjölnis hafa aðeins unnið einn leik af fyrstu sjö og eru í ellefta sæti deildarinnar.

„Ég er að velta fyrir mér hvort Fjölnisleikmennirnir séu að missa trúna. Þeir eru búnir að vera inn í leikjum og tapa þeim,“ sagði Sævar Sævarsson, einn sérfræðinga þáttanna.

„Þeir þurfa að vinna leikina í byrjun til þess að búa sér til einhverja von.“

„Þeir eru bara að átta sig á því hvað þeir eru lélegir og þeir eru búnir að missa trúna á verkefninu.“

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.


Klippa: Körfuboltakvöld: Eru Fjölnismenn búnir að missa trúna?Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.