Körfubolti

„Það þarf að taka í hnakkadrambið á Khalil“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds fannst lokasókn Keflavíkur í leiknum gegn KR á föstudaginn afar illa útfærð.Brynjar Þór Björnsson kom KR yfir, 66-67, þegar 13 sekúndur voru eftir. Keflavík tók leikhlé og stillti upp í síðustu sókn leiksins. Hún endaði með þriggja stiga skoti Khalils Ahmad sem geigaði.„Ég skil þetta ekki. Þeir voru einu stigi undir en spiluðu eins og leikurinn væri jafn. Þá er allt í lagi að gera svona. En gefðu þessu séns, að ná sóknarfrákasti. Þeir voru að koma úr leikhléi. Ég trúi ekki að þetta hafi verið uppleggið,“ sagði Teitur Örlygsson.Sævar Sævarsson skildi hvorki upp né niður í Ahmad sem hann hefur ekkert sérstaklega miklar mætur á.„Númer eitt, að taka þriggja stiga skot þegar leikurinn er búinn. Númer tvö, af hverju ekki að keyra upp að körfunni, dreifa boltanum eða gera eitthvað skemmtilegt,“ sagði Sævar.„Það þarf að taka í hnakkadrambið á þessum gæja. Það er ekki nóg að skora 35 stig að meðaltali í leik gegn lélegustu liðum deildarinnar.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.