Körfubolti

Körfuboltakvöld: „Tindastóll er besta lið landsins“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Baldur Þór Ragnarsson byrjar vel á Króknum
Baldur Þór Ragnarsson byrjar vel á Króknum vísir/bára
Tindastóll er besta lið landsins í dag. Þetta sagði Teitur Örlygsson í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld.Tindastóll vann Hauka 89-77 í vikunni, er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig og þeir hafa unnið síðustu þrjá leiki sína.Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi fóru yfir leikinn í þætti gærkvöldsins.„Mér finnst, það er mitt „hot take,“ Tindastóll besta liðið í dag,“ sagði Teitur.Sessunautar hans voru ekki alveg sammála, það gæti ekki verið að Tindastóll væri besta liðið ef Keflavík er á toppi deildarinnar.Kjartan Atli Kjartansson tók þó í svipaðan streng og Teitur. „Þetta er besta Stólaliðið sem við höfum séð síðan þessi þáttur byrjaði. Tindastóll hefur aldrei litið svona vel út,“ sagði Kjartan.Alla umræðuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Er Tindastóll besta lið landsins?

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.