79 frídagar Hildur Björnsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 11:30 Frídagar grunnskólabarna í Reykjavík eru samanlagt 73 árlega, að undanskildum lögbundnum frídögum. Systkini á tveimur skólastigum eiga samanlagt 79 frídaga en foreldrar á almennum vinnumarkaði eiga fæstir meira en 24 frídaga árlega. Þær áskoranir sem mæta fjölskyldufólki við skipulag hversdagsins blasa við. Atvinnurekendur lenda ekki síður í vanda vegna þeirra ráðstafana sem gera þarf vegna fjarveru foreldra frá vinnu.10 dagar með betra skipulagi Atvinnulíf vinnur víða að auknum sveigjanleika og styttri vinnuviku til að mæta fjölskyldum. Með sama hætti hefur fjöldi leikskóla ráðist í styttingu vinnuviku með góðum árangri – án fjölgunar starfsfólks og án skerðingar á dvalartíma barna. Mikilli hagræðingu má gjarnan ná með betra skipulagi. Með sama hætti mætti mæta fjölskyldum og atvinnulífi með aukinni samræmingu, meiri sveigjanleika og betra skipulagi á almanaksári leik- og grunnskóla í Reykjavík. Undirrituð hefur lagt fram þrjár einfaldar aðgerðir til betra skipulags í þágu einfaldara fjölskyldulífs. Í fyrsta lagi að skipulags- og starfsdagar séu betur samræmdir milli skólastiga, innan sömu borgarhverfa, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 4-5 daga. Í öðru lagi að öllum börnum á yngstu skólastigum bjóðist frístund samkvæmt gjaldskrá, þá daga sem foreldraviðtöl fara fram, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 3 daga. Í þriðja lagi að skólasetning fari ætíð fram á mánudegi, á fyrsta kennsludegi skólaárs og að skólaslit fari fram á föstudegi, á síðasta kennsludegi skólaárs, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 2 daga. Allar þrjár aðgerðir byggja fyrst og fremst á betra skipulagi - þær fjölga ekki kennsludögum og íþyngja ekki kennurum – en þær tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukinn sveigjanleika. Fjarveruþörf foreldra með börn á tveimur skólastigum gæti minnkað um 10 daga árlega.Fjölskylduvandi á herðum kvenna Nýlegar mælingar sýna um 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis - því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna hafa setið föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komust ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Frídagar skólakerfis eru í hrópandi ósamræmi við frídaga atvinnulífs. Fjölskylduvandinn lendir gjarnan á herðum kvenna og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Sveigjanlegt skólakerfi og traust þjónusta sveitarfélaga er mikilvægt jafnréttismál.Einfaldar lausnir skila miklum ávinningi Fjölskyldan, menntakerfi og atvinnulíf eru meðal þeirra grunnstoða sem samfélag okkar byggir á. Gjarnan virðast grunnstoðirnar þó í mikilli togstreitu þrátt fyrir sameiginlega hagsmuni. Flestir vilja foreldrar fjölga samverustundum með börnum sínum en ósamræmdir frídagar skapa streitu og draga úr gæðum samveru. Betra skipulag og aukin samræming mun tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukið svigrúm. Þetta þarf ekki að vera flókið - með einföldum lausnum má ná miklum ávinningi.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Börn og uppeldi Hildur Björnsdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Frídagar grunnskólabarna í Reykjavík eru samanlagt 73 árlega, að undanskildum lögbundnum frídögum. Systkini á tveimur skólastigum eiga samanlagt 79 frídaga en foreldrar á almennum vinnumarkaði eiga fæstir meira en 24 frídaga árlega. Þær áskoranir sem mæta fjölskyldufólki við skipulag hversdagsins blasa við. Atvinnurekendur lenda ekki síður í vanda vegna þeirra ráðstafana sem gera þarf vegna fjarveru foreldra frá vinnu.10 dagar með betra skipulagi Atvinnulíf vinnur víða að auknum sveigjanleika og styttri vinnuviku til að mæta fjölskyldum. Með sama hætti hefur fjöldi leikskóla ráðist í styttingu vinnuviku með góðum árangri – án fjölgunar starfsfólks og án skerðingar á dvalartíma barna. Mikilli hagræðingu má gjarnan ná með betra skipulagi. Með sama hætti mætti mæta fjölskyldum og atvinnulífi með aukinni samræmingu, meiri sveigjanleika og betra skipulagi á almanaksári leik- og grunnskóla í Reykjavík. Undirrituð hefur lagt fram þrjár einfaldar aðgerðir til betra skipulags í þágu einfaldara fjölskyldulífs. Í fyrsta lagi að skipulags- og starfsdagar séu betur samræmdir milli skólastiga, innan sömu borgarhverfa, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 4-5 daga. Í öðru lagi að öllum börnum á yngstu skólastigum bjóðist frístund samkvæmt gjaldskrá, þá daga sem foreldraviðtöl fara fram, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 3 daga. Í þriðja lagi að skólasetning fari ætíð fram á mánudegi, á fyrsta kennsludegi skólaárs og að skólaslit fari fram á föstudegi, á síðasta kennsludegi skólaárs, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 2 daga. Allar þrjár aðgerðir byggja fyrst og fremst á betra skipulagi - þær fjölga ekki kennsludögum og íþyngja ekki kennurum – en þær tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukinn sveigjanleika. Fjarveruþörf foreldra með börn á tveimur skólastigum gæti minnkað um 10 daga árlega.Fjölskylduvandi á herðum kvenna Nýlegar mælingar sýna um 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis - því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna hafa setið föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komust ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Frídagar skólakerfis eru í hrópandi ósamræmi við frídaga atvinnulífs. Fjölskylduvandinn lendir gjarnan á herðum kvenna og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Sveigjanlegt skólakerfi og traust þjónusta sveitarfélaga er mikilvægt jafnréttismál.Einfaldar lausnir skila miklum ávinningi Fjölskyldan, menntakerfi og atvinnulíf eru meðal þeirra grunnstoða sem samfélag okkar byggir á. Gjarnan virðast grunnstoðirnar þó í mikilli togstreitu þrátt fyrir sameiginlega hagsmuni. Flestir vilja foreldrar fjölga samverustundum með börnum sínum en ósamræmdir frídagar skapa streitu og draga úr gæðum samveru. Betra skipulag og aukin samræming mun tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukið svigrúm. Þetta þarf ekki að vera flókið - með einföldum lausnum má ná miklum ávinningi.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun