Sport

Keppti á ÓL í Ríó 2016 en er nú á leið í átta og hálft ár í fangelsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Madiea Ghafoor keppir á EM í frjálsum í fyrra.
Madiea Ghafoor keppir á EM í frjálsum í fyrra. EPA/FRANCK ROBICHON
Íþróttaferill hollensk Ólympíufara er væntanlega á enda þar sem hún þarf að dúsa bak við luktar dyr næstu árin.Madiea Ghafoor er meðal bestu 400 metra hlaupurum kvenna í heiminum en henni tókst þó ekki að hlaupa á undan réttvísinni.Madiea Ghafoor var í gær dæmd sek fyrir bæði að smygla og selja eiturlyf. Dómstóllinn í borginn Kleve í Þýskalandi dæmdi hana í átta og hálft ár í fangelsi og íþróttaferill hennar er væntanlega á enda.Madiea Ghafoor er 27 ára gömul en hún keppti fyrir Holland á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún tók þá þátt í 4 x 400 metra boðhlaupi. Hún er í 31. sæti á heimslistanum í 400 metra hlaupi kvenna.Ghafoor var handtekin á landamærum Hollands og Þýskalands í júní síðastliðnum en um var að ræða hefðbundið landamæraeftirlit nálægt bænum Elten í Þýskalandi.Í bíl hennar voru eiturlyf fyrir um tvær milljónir punda eða um 320 milljónir íslenskra króna.Madiea Ghafoor var að reyna að smygla inn í Þýskaland 50 kílóum af e-töflum, tveimur kílóum af metamfetamíni og var auk þess með tæplega tólf þúsund evrur á sér í peningaseðlum.Hollenska frjálsíþróttasambandið sagðist vera í áfalli eftir þennan dóm.Madiea Ghafoor mun líklega áfrýja dómnum en hún heldur fram sakleysi sínu. Hún heldur því fram að hún hafi verið að smygla ólöglegum lyfjum en ekki eiturlyfjum.Madiea neitaði fyrir dómnum að gefa það upp hver hefði látið hana fá eiturlyfin og ástæðan væri að hún væri hrædd um vini sína og fjölskyldu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.