Körfubolti

Miami Heat í fyrsta sinn 6-2 síðan að LeBron James fór frá liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jimmy Butler var fyrsti leikmaður Miami Heat til að skora 30 stig í fyrri hálfleik síðan að LeBron James gerði það árið 2014.
Jimmy Butler var fyrsti leikmaður Miami Heat til að skora 30 stig í fyrri hálfleik síðan að LeBron James gerði það árið 2014. Getty/Mark Brown

Miami Heat hefur byrjað NBA-tímabilið vel en liðið vann Phoenix Suns örugglega á útivelli í nótt. Það þarf að fara sjö ár til að finna jafngóða byrjun hjá liðinu.Doc Rivers fagnaði sínum 900. sigri sem þjálfari í NBA-deildinni þegar Los Angeles Clippers vann 107-101 sigur á Portland Trail Blazers í hörkuleik. Lou Williams skoraði mikilvægar körfur í blálokin og endaði með 26 stig en Kawhi Leonard var með 27 stig og 13 fráköst.Kawhi Leonard snéri aftur eftir að hafa fengið hvíld í leik gegn Milwaukee Bucks kvöldið áður. Los Angeles Clippers hefur tapað báðum leikjum sínum án Kawhi en unnið sex af sjö með hann innanborðs. Kawhi Leonard skoraði 18 af stigum sínum í lokaleikhlutanum sem Clippers liðið vann 37-25.Jimmy Butler skoraði 34 stig og Goran Dragic bætti við 25 stigum þegar Miami Heat vann 124-108 útisigur á Phoenix Suns. Butler var með átján stig í fyrsta leikhluta og var kominn með 30 stig í hálfleik. Dragic, sem lék sex tímabil með Phoenix, skoraði síðan 20 af 25 stigum sínum í seinni hálfleiknum.

Miami Heat liðið hefur unnið 6 af fyrstu 8 leikjum sínum á leiktíðinni og hefur ekki byrjað betur í sjö ár eða síðan LeBron James var enn leikmaður liðsins árið 2012. Það Miami Heat lið, sem var 6-2 árið 2012, það fór alla leið og varð NBA-meistari það tímabil.
Aron Baynes skoraði 23 stig fyrir Phoenix Suns og Devin Booker skoraði 22 stig en Suns liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð fyrir leikinn í nótt.

LaMarcus Aldridge skoraði 39 stig fyrir San Antonio Spurs sem vann 121-112 sigur á Oklahoma City Thunder. Leikstjórnandinn Dejounte Murray bætti við 17 stigum, 10 stoðsendingum og 8 fráköstum þrátt fyrir að spila bara 26 mínútur í leiknum. Spurs er að passa upp á þennan 22 ára leikmann sem er að koma til baka eftir aðgerð á hné.

Jayson Tatum skoraði 23 stig og Gordon Hayward bætti við 20 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum þegar Boston Celtics vann öruggan útisigur á Charlotte Hornets. Kemba Walker var með 14 stig fyrir Boston liðið en hann var spila í fyrsta sinn í þessari höll sem leikmaður gestaliðsins eftir að hafa spilað fyrstu átta ár sín í NBA með Charlotte Hornets.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:
Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 107-101
Phoenix Suns - Miami Heat    108-124   
San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder    121-112   
Charlotte Hornets - Boston Celtics    87-108


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.