Handbolti

Arnar Freyr til Melsungen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Freyr í landsleik.
Arnar Freyr í landsleik. vísir/getty
Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur skrifað undir þriggja ára samning við þýska úrvalsdeildarliðið Melsungen.

Arnar gengur í raðir Melsungen frá GOG næsta sumar. Fyrir þetta tímabil fór Arnar frá Kristianstad til GOG. Hér heima lék Arnar með Fram.

„Alla atvinnumenn dreymir um að spila í sterksutu deildinni. Ég er engin undantekning. Ég get uppfyllt þennan draum hjá Melsungen,“ er haft eftir Arnari á heimasíðu Melsungen.

Arnar, sem er 23 ára, hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár.

Hann hefur leikið 45 landsleiki og skorað 65 mörk. Arnar lék með Íslandi á HM 2017 og 2019 og EM 2018.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×