Handbolti

Arnar Freyr til Melsungen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Freyr í landsleik.
Arnar Freyr í landsleik. vísir/getty

Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur skrifað undir þriggja ára samning við þýska úrvalsdeildarliðið Melsungen.

Arnar gengur í raðir Melsungen frá GOG næsta sumar. Fyrir þetta tímabil fór Arnar frá Kristianstad til GOG. Hér heima lék Arnar með Fram.

„Alla atvinnumenn dreymir um að spila í sterksutu deildinni. Ég er engin undantekning. Ég get uppfyllt þennan draum hjá Melsungen,“ er haft eftir Arnari á heimasíðu Melsungen.

Arnar, sem er 23 ára, hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár.

Hann hefur leikið 45 landsleiki og skorað 65 mörk. Arnar lék með Íslandi á HM 2017 og 2019 og EM 2018.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.