Handbolti

Arnar Freyr seldur frá GOG

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Freyr hefur leikið með íslenska landsliðinu undanfarin ár.
Arnar Freyr hefur leikið með íslenska landsliðinu undanfarin ár. vísir/getty
Landsliðsmaðurinn Arnar Freyr Arnarsson yfirgefur herbúðir danska handboltaliðsins GOG eftir tímabilið.

Á heimasíðu GOG kemur fram að Arnar hafi verið seldur til erlends félags.

Leiða má líkum að því að það sé þýska úrvalsdeildarliðið Melsungen. Í september greindi TV 2 frá því að hann væri á förum þangað.

Arnar gekk í raðir GOG frá Kristianstad í sumar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við GOG en nú er ljóst að hann verður aðeins eitt tímabil hjá félaginu.

Í fréttinni á heimsíðu GOG er haft eftir Kasper Jörgensen, framkvæmdastjóra GOG, að hann sé leiður að missa Arnar en félagið hafi fengið væna summu fyrir línumanninn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×