Arnar Freyr seldur frá GOG

Landsliðsmaðurinn Arnar Freyr Arnarsson yfirgefur herbúðir danska handboltaliðsins GOG eftir tímabilið.
Á heimasíðu GOG kemur fram að Arnar hafi verið seldur til erlends félags.
Leiða má líkum að því að það sé þýska úrvalsdeildarliðið Melsungen. Í september greindi TV 2 frá því að hann væri á förum þangað.
Arnar gekk í raðir GOG frá Kristianstad í sumar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við GOG en nú er ljóst að hann verður aðeins eitt tímabil hjá félaginu.
Í fréttinni á heimsíðu GOG er haft eftir Kasper Jörgensen, framkvæmdastjóra GOG, að hann sé leiður að missa Arnar en félagið hafi fengið væna summu fyrir línumanninn.
Tengdar fréttir

Arnar Freyr fer til Melsungen næsta sumar samkvæmt heimildum TV 2
Landsliðslínumaðurinn stoppar væntanlega ekki lengi hjá GOG í Danmörku.