Sport

Greg Hardy fær alvöru andstæðing í Rússlandi

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Greg Hardy í sínum síðasta bardaga þann 18. október.
Greg Hardy í sínum síðasta bardaga þann 18. október. Vísir/Getty
UFC er með bardagakvöld í Rússlandi í kvöld. Hinn umdeildi Greg Hardy fær þar sinn erfiðasta bardaga til þessa.Greg Hardy er einn umdeildasti leikmaður seinni tíma í NFL-deildinni en hann var dæmdur í tíu leikja bann árið 2014 fyrir að ganga í skrokk á kærustunni sinni. UFC hefur þrátt fyrir það gefið honum tækifæri og berst hann sinn fimmta bardaga í UFC í kvöld.Andstæðingar Hardy hafa verið sérstaklega valdir fyrir hann en margir þeirra hafa átt lítið erindi á toppinn í UFC. Hardy barðist síðast í október og sigraði eftir dómaraákvörðun en bardaginn var síðan dæmdur ógildur þar sem Hardy notaði úðatæki (e. Inhaler) milli lotna sem er bannað.Hardy vildi því fara aftur í búrið sem fyrst og mætir Alexander Volkov í kvöld. Hardy tók bardagann með 17 daga fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingur Volkov meiddist. Volkov er á topp 10 í þungavigtinni í UFC í dag og loksins er því hægt að segja að Hardy sé að fá alvöru andstæðing. Volkov er 30-7 í MMA en Hardy 5-1 (1) og er því mikill reynslumunur á köppunum.Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Zabit Magomedsharipov og Calvin Kattar í fjaðurvigt. Zabit hefur lengi verið spáð mikilli velgengni í UFC og hefur hann unnið alla fimm bardaga sína í UFC. Með sigri í kvöld verður hann kominn ansi nálægt titilbardaga og gæti fengið titilbardaga á næsta ári.Zabit verður á heimavelli í kvöld og fær væntanlega frábæran stuðning í Moskvu. Upphaflega átti bardaginn að fara fram í Boston í heimaborg Kattar en vegna sýkingar Zabit var bardaganum frestað um mánuð og fer þess í stað fram í Rússlandi.Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 en bein útsending hefst kl. 19:00.

Tengd skjöl

MMA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.