„Þjálfarinn kemur í viðtöl eins og hann sé stjórnarmaður eða áhorfandi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. nóvember 2019 15:00 Grindavík tapaði gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla á fimmtudagskvöldið. Grindavík leit vel út í fyrri hálfleik og voru yfir er liðin gengu til búningsherbergja en leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. Dominos Körfuboltakvöld gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og greindi hvað hafi farið úrskeiðis hjá Grindavík sem tapaði gegn Stjörnunni sem var án Hlyns Bæringssonar. „Þeir eru komnir með tvo öfluga leikmenn inn í teig sem geta valdið skaða og auðvitað eiga þeir að nýta sér þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson um frammistöðu Grindavíkur í fjórða leikhluta. „Það virðist ekki vera neitt skipulag innan liðsins og sýna það á vellinum. Daníel er í vandræðum með þetta lið. Hann nær ekki að setja sinn stimpil á þetta. Þeir taka tólf þrista meira en Stjarnan og þeir skjóta tíu skotum meira en Stjarnan og þeir töpuðu örugglega,“ sagði Kristinn Friðriksson. Benedikt tók svo aftur við boltanum og hélt litla eldræðu. „Við getum talað um ákveðið skotval, afhverju þeir fóru ekki inn í teig og svo fram eftir götunum en fyrir mér voru þeir að skora nóg af stigum til að vinna leikinn. Þeim er pakkað í fráköstum og það vantar besta frákastara landsins í hinu liðinu.“ „Þeir vinna ekki frákastabaráttuna þegar Stjarnan er án Hlyns. Þeir fá á sig 55 stig í síðari hálfleik. Enginn vörn, akkúrat engin. Fyrir mér svíða þeir alveg svakalega; vörn og fráköst. Ég veit ekki hvað Grindavík ætlar sér í vetur.“ „Ef þeir eru að stefna á einhverja titla eða toppbaráttu þá kláraru Stjörnuna heima án Hlyns. Þú setur bara þá kröfu á liðið þó að það sé nóvember. Ef þú ætlar að gera einhverja hluti þá er þetta leikur sem þú verður að klára.“ Daníel Guðni Guðmundsson kom í viðtal eftir leikinn og svekkti sig á frammistöðunni. Sævar Sævarsson, þriðji spekingurinn, undraði sig á viðtalinu. „Þjálfarinn kemur inn í viðtöl og talar eins og hann sé stjórnarmaður eða áhorfandi. Hann er svona svekktur yfir því að menn séu að gera hitt og þetta. Hver er það sem á að peppa þá fyrir leikinn og sjá um þessa hluti?“ sagði Sævar. Umræðuna um Grindavík má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Grindavík tapaði gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla á fimmtudagskvöldið. Grindavík leit vel út í fyrri hálfleik og voru yfir er liðin gengu til búningsherbergja en leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. Dominos Körfuboltakvöld gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og greindi hvað hafi farið úrskeiðis hjá Grindavík sem tapaði gegn Stjörnunni sem var án Hlyns Bæringssonar. „Þeir eru komnir með tvo öfluga leikmenn inn í teig sem geta valdið skaða og auðvitað eiga þeir að nýta sér þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson um frammistöðu Grindavíkur í fjórða leikhluta. „Það virðist ekki vera neitt skipulag innan liðsins og sýna það á vellinum. Daníel er í vandræðum með þetta lið. Hann nær ekki að setja sinn stimpil á þetta. Þeir taka tólf þrista meira en Stjarnan og þeir skjóta tíu skotum meira en Stjarnan og þeir töpuðu örugglega,“ sagði Kristinn Friðriksson. Benedikt tók svo aftur við boltanum og hélt litla eldræðu. „Við getum talað um ákveðið skotval, afhverju þeir fóru ekki inn í teig og svo fram eftir götunum en fyrir mér voru þeir að skora nóg af stigum til að vinna leikinn. Þeim er pakkað í fráköstum og það vantar besta frákastara landsins í hinu liðinu.“ „Þeir vinna ekki frákastabaráttuna þegar Stjarnan er án Hlyns. Þeir fá á sig 55 stig í síðari hálfleik. Enginn vörn, akkúrat engin. Fyrir mér svíða þeir alveg svakalega; vörn og fráköst. Ég veit ekki hvað Grindavík ætlar sér í vetur.“ „Ef þeir eru að stefna á einhverja titla eða toppbaráttu þá kláraru Stjörnuna heima án Hlyns. Þú setur bara þá kröfu á liðið þó að það sé nóvember. Ef þú ætlar að gera einhverja hluti þá er þetta leikur sem þú verður að klára.“ Daníel Guðni Guðmundsson kom í viðtal eftir leikinn og svekkti sig á frammistöðunni. Sævar Sævarsson, þriðji spekingurinn, undraði sig á viðtalinu. „Þjálfarinn kemur inn í viðtöl og talar eins og hann sé stjórnarmaður eða áhorfandi. Hann er svona svekktur yfir því að menn séu að gera hitt og þetta. Hver er það sem á að peppa þá fyrir leikinn og sjá um þessa hluti?“ sagði Sævar. Umræðuna um Grindavík má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira