Körfubolti

Daníel Guðni: Ógeðslega leiðinlegt að horfa á frammistöðu strákanna í fjórða leikhluta

Smári Jökull Jónsson skrifar
Daníel Guðni var ekki sáttur með sína menn.
Daníel Guðni var ekki sáttur með sína menn. vísir/daníel
Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur með frammistöðu sinna manna í síðasta fjórðungnum gegn Stjörnunni í kvöld.„Við vorum drullulélegir og eins og okkur langaði ekki að vinna þennan leik. Það var ógeðslega leiðinlegt að horfa á frammistöðu strákanna hérna í fjórða leikhluta,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi eftir leik.„Við reyndum að nýta okkur villuvandræðin þeirra. Þegar hann (Jamar Akoh) kom svo aftur inn þá var áherslan að gera það aftur en þá fóru menn bara að taka einhver þriggja stiga skot og tóku lélegar ákvarðanir. Ég er drulluósáttur með þetta.“Grindvíkingar fengu 95 stig á sig í kvöld og þar af 31 í síðasta leikhlutanum. Það er ekki vænlegt til árangurs.„Lykilleikmenn í liðinu klikka á opnum skotum í hvívetna finnst manni. Þetta stendur allt og fellur með vörninni, þetta er bara vörnin. Þegar við skorum 83 stig í leik eigum við að vinna leiki hérna en það þarf eitthvað að fara að gerast varnarlega, við þurfum að breyta einhverju,“ bætti Daníel við og tók undir með blaðamanni sem spurði hvort þetta væri einfaldlega spurning um hugarfar manna.„Ég bara næ því ekki þegar menn eru á heimavelli, fyrir framan áhorfendurna sína og mér finnst þetta vera gutl á tímabili. Ég var bara drullupirraður með þetta. Við erum með 45-40 stöðu í hálfleik og voða stemmning og svo halda menn að þetta komi af sjálfum sér."„Það er eins og menn séu bara sáttir að taka lélegar ákvarðanir og fá hraðaupphlaupskörfur í andlitið hvað eftir annað. Þetta er bara óþolandi,“ sagði Daníel Guðni að lokum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.