Erlent

Franskur náms­maður kveikti í sjálfum sér

Atli Ísleifsson skrifar
Háskólinn í Lyon.
Háskólinn í Lyon. Getty

Franskur námsmaður er lífshættulega særður eftir að hann kveikti í sér fyrir utan veitingastað á lóð Háskólans í Lyon í dag.

Nokkrum klukkustundum fyrir atvikið birti maðurinn færslu á Facebook þar sem hann sagði frá þeim fjárhagsvandræðum sem hann væri í.

Kenndi hann Emmanuel Macron Frakklandsforseta, tveimur forverum hans í starfi – Nicolas Sarcozy og Francois Hollande, Evrópusambandinu og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, um að hafa „drepið sig“. Sagðist hann ekki geta lifað á einungis 450 evrum á mánuði, um 62 þúsund krónum.

Í frétt BBC er haft eftir slökkviliðsmönnum að maðurinn hafi hlotið brunasár á 90 prósent líkamans.

„Látum okkur berjast gegn uppgangi fasisma, sem einungis sundrar okkur… og frjálslyndisstefnu sem skapar ójöfnuð,“ sagði maðurinn á Facebook-síðu sinni.

Kærasta mannsins gerði lögreglu viðvart eftir að hann greindi frá áformum sínum í textaskilaboðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.