Innlent

Starfs­maður á Kefla­víkur­flug­velli grunaður um um­fangs­mikið fíkni­efna­smygl

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Hinn handtekni starfar á Keflavíkurflugvelli.
Hinn handtekni starfar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Íslenskur karlmaður, fæddur árið 1992, var í síðustu viku handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa smyglað talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. Þetta staðfestir Jón Halldór Sigurðsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn starfsmaður á Keflavíkurflugvelli. Þá hafa fleiri verið handteknir í tengslum við málið.

Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi verið handtekinn á heimili sínu um miðja síðustu viku. Jón Halldór segir að rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi, en miði vel.

Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.