Körfubolti

Michael Jordan ánægður með að vera orðinn afi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan.
Michael Jordan. Getty/Streeter Lecka
Michael Jordan, besti körfuboltamaður allra tíma að mati margra, er í nýju hlutverki þessa dagana því hann er orðinn afi í fyrsta sinn.Jasmine, dóttir Michael, eignaðist nýverið son með Rakeem Christmas sem lék á sínum tíma í NBA-deildinni en er núna atvinnumaður í Tyrklandi.Jordan ræddi þetta nýja hlutverk sitt í viðtali við Today-sjónvarpsþáttinn sem var að fylgjast með opnun nýja Michael Jordan spítalans í Charlotte.Jordan og fjölskylda hans borguðu fyrir spítalann sem er ætlaður fyrir þá sem hafa ekki haft efni á því að sækja sér læknisþjónustu.Craig Melvin hjá Today-sjónvarpsþættinum fékk Jordan til að ræða það hvernig það væri að vera orðinn afi.„Þetta er mjög gaman að vera orðinn afi. Ég fær að halda á honum og leika við hann og það er mjög skemmtilegt að fylgjast með honum,“ sagði hinn 56 ára gamli Michael Jordan en það eru sextán ár síðan að hann lagði skóna síðast á hilluna.Það má finna allt Topday-viðtalið við Michael Jordan hér fyrir neðan.

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.