Í beinni í kvöld: Evrópumeistarar Liverpool og ósigraðir Íslandsmeistarar Vals í körfu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2019 06:00 Klopp og Evrópumeistarar Liverpool verða í eldlínunni í kvöld. Vísir/Getty Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld er Meistaradeildin er á dagskrá en hægt verður að sitja í sófanum frá rétt fyrir fimm í dag til tíu í kvöld. Við byrjum daginn í Hollandi klukkan 16:45 en þá mæta Frank Lampard og lærisveinar hans heimamönnum í Ajax í H-riðli í Meistaradeild Evrópu. Ajax hafa unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum og því ljóst að Chelsea á hörku leik fyrir höndum. Meistaradeildarmessan hefst svo klukkan 18:15 en þar munum við fara yfir alla leiki dagsins í deild þeirra bestu. Klukkan 18:50 hefjast svo beinar útsendingar á fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Við sýnum báða leiki E-riðils í beinni en í Belgíu mætast Genk og Liverpool. Evrópumeistararnir þurfa sárlega á sigri að halda eftir að hafa tapað fyrir Napoli í fyrstu umferð. Ítalska liðið heimsækir svo Austurríki þar sem það mætir Salzburg. Erling Braut Haaland, norska ungstirnið sem Manchester United er á höttunum eftir, stefnir eflaust á að skora í sínum þriðja Meistaradeildarleik í röð. Við sýnum einnig báða leiki F-riðils beint. Í Mílanó á Ítalíu eru Borussia Dortmund í heimsókn og þurfa heimamenn í Inter Milan á öllum stigunum að halda svo að Dortmund stingi þá ekki af. Reikna má með öruggum Barcelona sigri í Prag þar sem þeir heimsækja Slavia Prag, sem er líkt og Inter með eitt stig. Öll mörk kvöldsins verða svo í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Ef fótbolti er ekki fyrir ykkur þá sýnum við leik Vals og Keflavíkur í Dominos deild kvenna klukkan 19:05. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið alla sína þrjá leiki til þessa á meðan Keflavík hefur unnið tvo og tapað einum. Um nóttina er svo nóg um að vera í golfinu en við sýnum frá Zozo Meistaramótinu, sem er hluti af PGA mótaröðinni, og BMW meistaramótinu, sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Að venju má finna allar upplýsingar um beinar útsendingar Stöð 2 Sport hér.Beinar útsendingar í dag16:45 Ajax-Chelsea (Sport 2) 18:15 Meistaradeildarmessan (Sport) 18:50 Genk-Liverpool (Sport 2) 18:50 Salzburg-Napoli (Sport 3) 18:50 Inter-Dortmund (Sport 4) 18:50 Slavia Prag-Barcelona (Sport 5) 19:05 Valur-Keflavík (Sport 6) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Sport) 02:00 The Zozo Championship (Golf) 03:00 LPGA Tour 2019 (Sport 4) Dominos-deild kvenna Golf Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sjá meira
Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld er Meistaradeildin er á dagskrá en hægt verður að sitja í sófanum frá rétt fyrir fimm í dag til tíu í kvöld. Við byrjum daginn í Hollandi klukkan 16:45 en þá mæta Frank Lampard og lærisveinar hans heimamönnum í Ajax í H-riðli í Meistaradeild Evrópu. Ajax hafa unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum og því ljóst að Chelsea á hörku leik fyrir höndum. Meistaradeildarmessan hefst svo klukkan 18:15 en þar munum við fara yfir alla leiki dagsins í deild þeirra bestu. Klukkan 18:50 hefjast svo beinar útsendingar á fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Við sýnum báða leiki E-riðils í beinni en í Belgíu mætast Genk og Liverpool. Evrópumeistararnir þurfa sárlega á sigri að halda eftir að hafa tapað fyrir Napoli í fyrstu umferð. Ítalska liðið heimsækir svo Austurríki þar sem það mætir Salzburg. Erling Braut Haaland, norska ungstirnið sem Manchester United er á höttunum eftir, stefnir eflaust á að skora í sínum þriðja Meistaradeildarleik í röð. Við sýnum einnig báða leiki F-riðils beint. Í Mílanó á Ítalíu eru Borussia Dortmund í heimsókn og þurfa heimamenn í Inter Milan á öllum stigunum að halda svo að Dortmund stingi þá ekki af. Reikna má með öruggum Barcelona sigri í Prag þar sem þeir heimsækja Slavia Prag, sem er líkt og Inter með eitt stig. Öll mörk kvöldsins verða svo í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Ef fótbolti er ekki fyrir ykkur þá sýnum við leik Vals og Keflavíkur í Dominos deild kvenna klukkan 19:05. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið alla sína þrjá leiki til þessa á meðan Keflavík hefur unnið tvo og tapað einum. Um nóttina er svo nóg um að vera í golfinu en við sýnum frá Zozo Meistaramótinu, sem er hluti af PGA mótaröðinni, og BMW meistaramótinu, sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Að venju má finna allar upplýsingar um beinar útsendingar Stöð 2 Sport hér.Beinar útsendingar í dag16:45 Ajax-Chelsea (Sport 2) 18:15 Meistaradeildarmessan (Sport) 18:50 Genk-Liverpool (Sport 2) 18:50 Salzburg-Napoli (Sport 3) 18:50 Inter-Dortmund (Sport 4) 18:50 Slavia Prag-Barcelona (Sport 5) 19:05 Valur-Keflavík (Sport 6) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Sport) 02:00 The Zozo Championship (Golf) 03:00 LPGA Tour 2019 (Sport 4)
Dominos-deild kvenna Golf Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sjá meira