Sport

Ólympíumeistari fékk dánaraðstoð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vervoort vann til fernra verðlauna á Ólympíumóti fatlaðra.
Vervoort vann til fernra verðlauna á Ólympíumóti fatlaðra. vísir/getty

Belgíska íþróttakonan Marieke Vervoort, sem vann til gullverðlauna á Ólympíumóti fatlaðra í London 2012, lést í gær í heimaborg sinni, Diest, 40 ára að aldri.

Vervoort var með ólæknandi vöðvahrörnunarsjúkdóm og fékk dánaraðstoð.

Líknardráp hefur verið löglegt í Sviss síðan 2002. Þá fær manneskja sem haldin er ólæknandi og kvalafullum sjúkdómi aðstoð lækna við að deyja á sársaukalausan hátt.

Fyrir ellefu árum samþykkti Vervoort að fá dánaraðstoð þegar sjúkdómurinn væri farinn að gera líf hennar óbærilegt.

Vervoort varð Ólympíumeistari í 100 metra hjólastólakappakstri í London 2012. Á sömu leikum fékk hún silfur í 200 metra hjólastólakappakstri.

Á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó fyrir þremur árum vann Vervoort bæði til silfur- og bronsverðlauna í hjólastólakappakstri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.