Sport

Treyju Brady stolið úr heiðurshöll Patriots

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Treyja Brady er vinsæl og verðmæt.
Treyja Brady er vinsæl og verðmæt. vísir/getty

Maður var handtekinn í heiðurshöll New England Patriots á dögunum en sá hafði rænt treyju leikstjórnanda félagsins, Tom Brady, á safninu.

Maðurinn var handtekinn á safninu með treyjuna falda undir jakka sínum. Hann bar samt við sakleysi er málið var tekið fyrir í gær.

Treyjan var árituð af Brady og verðmæti hennar er sagt vera um 1,2 milljónir króna.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem treyju af Brady er stolið en eftirminnilegt er þegar treyju hans var stolið úr búningsklefa Patriots eftir sigurinn á Atlanta í Super Bowl árið 2017.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.