Sport

Treyju Brady stolið úr heiðurshöll Patriots

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Treyja Brady er vinsæl og verðmæt.
Treyja Brady er vinsæl og verðmæt. vísir/getty
Maður var handtekinn í heiðurshöll New England Patriots á dögunum en sá hafði rænt treyju leikstjórnanda félagsins, Tom Brady, á safninu.Maðurinn var handtekinn á safninu með treyjuna falda undir jakka sínum. Hann bar samt við sakleysi er málið var tekið fyrir í gær.Treyjan var árituð af Brady og verðmæti hennar er sagt vera um 1,2 milljónir króna.Þetta er ekki í fyrsta skipti sem treyju af Brady er stolið en eftirminnilegt er þegar treyju hans var stolið úr búningsklefa Patriots eftir sigurinn á Atlanta í Super Bowl árið 2017.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.