Sport

Tímabilið búið hjá JJ Watt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Watt hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu árin.
Watt hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu árin. vísir/getty

Houston Texans varð fyrir miklu áfalli í nótt er varnartröll liðsins, JJ Watt, meiddist illa og mun ekki spila meira í vetur.

Eins og sjá má hér að neðan þá leit ekki út fyrir að neitt hefði gerst en nokkrum sekúndum síðar kom sársaukinn og tímabilið búið. Hrikalega svekkjandi fyrir hinn magnað Watt.„Þessi leikur getur verið svo fallegur en líka svo grimmur. Hrikalega svekkjandi að geta ekki klárað tímabilið með strákunum,“ skrifaði Watt á Twitter eftir leik.

Houston hefur verið að spila vel í vetur og þessi meiðsli munu hafa mikil áhrif á liðið enda býr Watt flest til í varnarleik liðsins.

NFL

Tengdar fréttir

Ekkert stöðvar Patriots og 49ers

Ósigruðu liðin í NFL-deildinni, New England Patriots og San Francisco 49ers, gáfu ekkert eftir í gær og unnu sannfærandi sigra á andstæðingum sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.