Körfubolti

Körfuboltakvöld: Eins gott að Valsliðið hlusti á Pavel

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Pavel leiddi Valsliðið til sigurs
Pavel leiddi Valsliðið til sigurs vísir/skjáskot
Viðtal Gabríels Sighvatssonar við Pavel Ermolinskij eftir sigur Vals á Þór Þorlákshöfn í 2.umferð Dominos deildar karla vakti mikla athygli og var til umræðu í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar í gær.

„Hann er ósáttur við hvernig hlutirnir eru hjá Val. Þeir eru að spila mjög óþroskaðan körfubolta oft. Erfið skot og slök vörn. Þetta er ekki meistarakörfuboltinn sem Pavel vill spila,“ sagði Kjartan Atli áður en Fannar Ólafsson lagði orð í belg.

„Það er bara eins gott að Valsliðið hlusti á hann. Þetta er besti leikmaður deildarinnar og búinn að vinna alla þessa Íslandsmeistaratitla. Ég er mjög ánægður með hann. Hann er að taka þetta lið og kenna þeim. Það er ekki hægt að fara á Kvennaskólaball eða eitthvað. Annað hvort ertu hérna eða þú getur drullað þér í burtu,“ segir Fannar.

Sævar Sævarsson og Kristinn Friðriksson voru sömuleiðis í setti og ræddu vegferð Vals. Umræðuna í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Pavel í Val

Tengdar fréttir

Pavel: Við erum ekki lið

Pavel Ermolinskij var ekkert að skafa af hlutunum í viðtali eftir annan sigurleik Vals í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×