Pavel: Við erum ekki lið Gabríel Sighvatsson skrifar 10. október 2019 22:32 Pavel Ermolinskij. vísir Pavel Ermolinskij, leikmanni Vals, leið vel með að ná í tvö stig þrátt fyrir erfiðan leik. „Mjög vel, að sjálfsögðu! Við erum í þeirri stöðu að við erum lið sem þarf að vinna leiki, sérstaklega á móti liðum sem eru í okkar hluta deildarinnar.“ Pavel lá greinilega mikið á hjarta. Hann var ekki að skafa af hlutunum aðspurður út í frammistöðu liðsins er undirritaður minntist á að hún hefði getað verið betri. „Þú ert góður þarna! Hún var langt frá því að vera góð. Hún var ekki ágæt, hún var bara slök. Ég er tilbúinn til þess að fórna einhverjum sigrum og einhverjum töpum ef að við erum að vinna að einhverju og við megum ekki festast í þessu hugarfari að reyna að vinna leiki endalaust.“ sagði Pavel og hélt áfram að gagnrýna hugarfarið í liðinu. „Þó að þetta snúist að sjálfsögðu um um það, þá þurfum við að hugsa lengra fram í tímann og hvað við erum að reyna að byggja upp hérna í þessu liði. Við erum ekki nógu góðir til að klöngra okkur úr hverjum einasta leik. Við þurfum að komast á stað þar sem við áttum okkur á því hvar við erum, í hverju við erum góðir, hvað við ætlum að gera og svo förum við út frá því. Það eru bara tveir leiki búnir en þeir hafa spilast mjög svipað.“ Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins, sagði að Pavel hefði kveikt í mannskapnum í byrjun 4. leikhluta en Pavel gat varla talist ánægður með það. „Ég er ekki alveg viss með það... Hvað á ég að segja? Það á ekki að þurfa þess, segi ég. Það á ekki að þurfa þess að öskra og garga og kveikja í mönnum. Við eigum bara að sýna meiri metnað og stolt en að þurfa að láta öskra á okkur og þurfa að gíra sig upp í hluti.“ „Þetta er ekki til framdráttar. Ef við ætlum að treysta á það að ég komi inn í 3. leikhluta og öskri á einhvern til að við byrjum að spila vel þá erum við í slæmum málum.“ Þrátt fyrir slæma frammistöðu í fyrri hálfleik þá náði Valur að klára verkefnið í kvöld sem er mikilvægt að mati Pavels. „Það er það jákvæða. Báðir þessir leikir, á móti Fjölni og í kvöld, við spilum ekki vel en getum klárað leiki. Það er mjög sterkur hæfileiki. Það er hæfileiki sem þú kemst ekki langt án. Fyrst við höfum hann þá þurfum við að bæta í hitt en þessi eiginleiki er mjög mikilvægur.“ Pavel var ánægður með uppskeruna en ítrekaði að hugarfarið þarfnast breytinga. „Eins og ég segi, við erum ekki lið. Þótt við viljum komast þangað, í dag erum við ekki lið sem getur tekið neinum sigrum sem sjálfsögðum hlut. Tveir sigrar í tveimur leikjum er frábært fyrir okkur, ég er mjög ánægður.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 87-73 Þór Þ. | Valsmenn tryggðu stigin með frábærum 4. leikhluta Þórsarar voru með leikinn í hendi sér en ótrúlegur 4. leikhluti tryggði Valsmönnum sigur. 10. október 2019 22:15 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikmanni Vals, leið vel með að ná í tvö stig þrátt fyrir erfiðan leik. „Mjög vel, að sjálfsögðu! Við erum í þeirri stöðu að við erum lið sem þarf að vinna leiki, sérstaklega á móti liðum sem eru í okkar hluta deildarinnar.“ Pavel lá greinilega mikið á hjarta. Hann var ekki að skafa af hlutunum aðspurður út í frammistöðu liðsins er undirritaður minntist á að hún hefði getað verið betri. „Þú ert góður þarna! Hún var langt frá því að vera góð. Hún var ekki ágæt, hún var bara slök. Ég er tilbúinn til þess að fórna einhverjum sigrum og einhverjum töpum ef að við erum að vinna að einhverju og við megum ekki festast í þessu hugarfari að reyna að vinna leiki endalaust.“ sagði Pavel og hélt áfram að gagnrýna hugarfarið í liðinu. „Þó að þetta snúist að sjálfsögðu um um það, þá þurfum við að hugsa lengra fram í tímann og hvað við erum að reyna að byggja upp hérna í þessu liði. Við erum ekki nógu góðir til að klöngra okkur úr hverjum einasta leik. Við þurfum að komast á stað þar sem við áttum okkur á því hvar við erum, í hverju við erum góðir, hvað við ætlum að gera og svo förum við út frá því. Það eru bara tveir leiki búnir en þeir hafa spilast mjög svipað.“ Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins, sagði að Pavel hefði kveikt í mannskapnum í byrjun 4. leikhluta en Pavel gat varla talist ánægður með það. „Ég er ekki alveg viss með það... Hvað á ég að segja? Það á ekki að þurfa þess, segi ég. Það á ekki að þurfa þess að öskra og garga og kveikja í mönnum. Við eigum bara að sýna meiri metnað og stolt en að þurfa að láta öskra á okkur og þurfa að gíra sig upp í hluti.“ „Þetta er ekki til framdráttar. Ef við ætlum að treysta á það að ég komi inn í 3. leikhluta og öskri á einhvern til að við byrjum að spila vel þá erum við í slæmum málum.“ Þrátt fyrir slæma frammistöðu í fyrri hálfleik þá náði Valur að klára verkefnið í kvöld sem er mikilvægt að mati Pavels. „Það er það jákvæða. Báðir þessir leikir, á móti Fjölni og í kvöld, við spilum ekki vel en getum klárað leiki. Það er mjög sterkur hæfileiki. Það er hæfileiki sem þú kemst ekki langt án. Fyrst við höfum hann þá þurfum við að bæta í hitt en þessi eiginleiki er mjög mikilvægur.“ Pavel var ánægður með uppskeruna en ítrekaði að hugarfarið þarfnast breytinga. „Eins og ég segi, við erum ekki lið. Þótt við viljum komast þangað, í dag erum við ekki lið sem getur tekið neinum sigrum sem sjálfsögðum hlut. Tveir sigrar í tveimur leikjum er frábært fyrir okkur, ég er mjög ánægður.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 87-73 Þór Þ. | Valsmenn tryggðu stigin með frábærum 4. leikhluta Þórsarar voru með leikinn í hendi sér en ótrúlegur 4. leikhluti tryggði Valsmönnum sigur. 10. október 2019 22:15 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 87-73 Þór Þ. | Valsmenn tryggðu stigin með frábærum 4. leikhluta Þórsarar voru með leikinn í hendi sér en ótrúlegur 4. leikhluti tryggði Valsmönnum sigur. 10. október 2019 22:15