Lífið samstarf

Tryllt stuð á Tapas á 19 ára afmæli staðarins

Tapas barinn kynnir
Svakalegt stuð var á Tapas þegar Vinir Samma spiluðu tónlist og slóu trommur í tilefni 19 ára afmælis staðarins.
Svakalegt stuð var á Tapas þegar Vinir Samma spiluðu tónlist og slóu trommur í tilefni 19 ára afmælis staðarins.
Tapasbarinn fagnaði 19 ára afmæli staðarins með pompi og prakt miðvikudaginn 9. október. Staðurinn var troðfullur af tónlist og fjöri og fagnaði fólk á öllum aldri tímamótunum. 

Tapasbarinn hefur enda frá opnun verið eitt vinsælasta veitingahús landsins og þekkt fyrir skemmtilega stemningu og gómsætar veitingar. Fastagestir létu sig svo sannarlega ekki vanta í afmælisfögnuðinn.

Tíu vinsælustu réttirnir voru í boði á sérstöku afmælisverði og veigar líka. Í eftirrétt fengu síðan allir hina margrómuðu súkkulaðiköku Tapasbarsins.

DJ Javi sá um sjóðheita latíntóna og listamenn Sirkus Íslands léku listir sínar bæði fyrir utan staðinn og inni. Vinir Samma spiluðu tónlist og slóu trommur og auðvitað var súperstjarnan Sigga Kling á staðnum og spáði í spilin.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af fjörinu.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Tapas barinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×