Ég skil þig ekki! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 15. október 2019 11:30 „Veistu, ég skil þig ekki,“ sagði yfirmaður við mig fyrir hálfum öðrum áratug. Hann horfði stíft í andlit mér og hélt áfram: „Fyrir þremur dögum bað ég um ákveðna samantekt, þú ert að vísu ekki minn starfsmaður en ég þarf sömu upplýsingar frá ykkur öllum sem sinnið þessum málum. Við stóðum hér, þú horfðir á mig og ég sá að þú skildir um hvað ég var að biðja. Svo gerist ekkert í þrjá daga.“ Aldrei þessu vant var ég meira og minna á skrifstofunni, með vinnuborð beint fyrir framan yfirmanninn og meðan ég sinnti ýmsu öðru sá ég hann útundan mér ókyrrast með hverjum deginum. Nú stóðum við í sömu sporum, augliti til auglitis: „Ég sá að þú varst að gera ýmislegt annað þessa daga og kominn á fremsta hlunn með að taka þig á eintal. En svo dettur allt í einu í pósthólfið tífalt umfangsmeiri samantekt en um var beðið. Það undarlega er að þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti, en hafði ekki áttað mig á flækjustiginu þín megin. Takk. En ég bara skil þig ekki.“ Eflaust færi ég eitthvað í stílinn öllum þessum árum seinna, en kjarni sögunnar stendur og orðaskiptin nokkuð nálægt því að vera orðrétt. Athyglisbresturinn snýst ekkert endilega um að muna ekki - frekar að muna allt en eiga erfitt með að ná í þær upplýsingar þegar þörf er á. Orðaskiptin áttu sér stað 5 árum eftir að ég fékk greiningu og sjálfur kominn vel á veg með að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt daglega líf. Þess vegna var ég í raun pollrólegur yfir stöðu mála. Verkefnið mallaði í kollinum, tók endalaust á sig nýjar myndir og þróaðist, þar til loks rétt fyrir skilafrest að ég skellti þessu saman á örskotsstundu. Einstaklingar með ADHD eiga nefnilega oft auðvelt með að vinna undir pressu. Þetta vissi ég og beið sjálfsagt þar til pressan var nær óbærileg. Það sem ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir þá, var hvaða áhrif mín vinnubrögð höfðu á samstarfsmenn, hann þar með talinn. Rétt eins og í daglegu lífi getur ADHD haft mikil áhrif hverning einstaklingi vegnar í sinni vinnu. Sumt hefur sínar neikvæðu hliðar, en aðrar hliðar ADHD gera okkur kleift að leysa verkefni betur en aðrir, jafnvel á máta sem fáum öðrum væri fært. Ég set þessi orð á blað vegna þess að október er ADHD vitundarmánuður og þetta árið leggja ADHD samtökin áherslu á ADHD og vinnumarkaðinn. Um þá hlið gæti ég haldið langa tölu. En vel þetta dæmi úr eigin fortíð til að benda á tvö lykilatriði. Annars vegar er nauðsynlegt fyrir mig að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt framlag á vinnustað, læra jafnframt að forðast aðstæður þar sem ADHD flækist fyrir og skapa mér umhverfi þar sem það nýtist til góðra verka. Hins vegar þarf ég að hjálpa mínu samstarfsfólki að skilja af hverju ég geri hlutina gjarnan svona en ekki hinseginn. Af hverju ég á til að gleyma einföldustu atriðum og hvernig í áranum sami aðili geti leyst hin flóknustu verkefni. Ég verð að vera óhræddur við að viðurkenna mistök, því jafnvel þó ég eigi til að gera fleiri en gengur og gerist þá er þetta eðlilegur partur í lífi allra. Jafnvel nauðsynlegt að gera grín að vitleysunni í sjálfum sér og hlæja dátt. Ekki að ég sé að rausa um allar hliðar ADHD daginn út og inn, en verð að muna að aðrir þekkja minna til áhrifa ADHD á daglegt líf og aukin þekking starfsfélaga skapar skilning. Þekking og skilningur eru enda lykilatriði í að vinna gegn almennum fordómum.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
„Veistu, ég skil þig ekki,“ sagði yfirmaður við mig fyrir hálfum öðrum áratug. Hann horfði stíft í andlit mér og hélt áfram: „Fyrir þremur dögum bað ég um ákveðna samantekt, þú ert að vísu ekki minn starfsmaður en ég þarf sömu upplýsingar frá ykkur öllum sem sinnið þessum málum. Við stóðum hér, þú horfðir á mig og ég sá að þú skildir um hvað ég var að biðja. Svo gerist ekkert í þrjá daga.“ Aldrei þessu vant var ég meira og minna á skrifstofunni, með vinnuborð beint fyrir framan yfirmanninn og meðan ég sinnti ýmsu öðru sá ég hann útundan mér ókyrrast með hverjum deginum. Nú stóðum við í sömu sporum, augliti til auglitis: „Ég sá að þú varst að gera ýmislegt annað þessa daga og kominn á fremsta hlunn með að taka þig á eintal. En svo dettur allt í einu í pósthólfið tífalt umfangsmeiri samantekt en um var beðið. Það undarlega er að þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti, en hafði ekki áttað mig á flækjustiginu þín megin. Takk. En ég bara skil þig ekki.“ Eflaust færi ég eitthvað í stílinn öllum þessum árum seinna, en kjarni sögunnar stendur og orðaskiptin nokkuð nálægt því að vera orðrétt. Athyglisbresturinn snýst ekkert endilega um að muna ekki - frekar að muna allt en eiga erfitt með að ná í þær upplýsingar þegar þörf er á. Orðaskiptin áttu sér stað 5 árum eftir að ég fékk greiningu og sjálfur kominn vel á veg með að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt daglega líf. Þess vegna var ég í raun pollrólegur yfir stöðu mála. Verkefnið mallaði í kollinum, tók endalaust á sig nýjar myndir og þróaðist, þar til loks rétt fyrir skilafrest að ég skellti þessu saman á örskotsstundu. Einstaklingar með ADHD eiga nefnilega oft auðvelt með að vinna undir pressu. Þetta vissi ég og beið sjálfsagt þar til pressan var nær óbærileg. Það sem ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir þá, var hvaða áhrif mín vinnubrögð höfðu á samstarfsmenn, hann þar með talinn. Rétt eins og í daglegu lífi getur ADHD haft mikil áhrif hverning einstaklingi vegnar í sinni vinnu. Sumt hefur sínar neikvæðu hliðar, en aðrar hliðar ADHD gera okkur kleift að leysa verkefni betur en aðrir, jafnvel á máta sem fáum öðrum væri fært. Ég set þessi orð á blað vegna þess að október er ADHD vitundarmánuður og þetta árið leggja ADHD samtökin áherslu á ADHD og vinnumarkaðinn. Um þá hlið gæti ég haldið langa tölu. En vel þetta dæmi úr eigin fortíð til að benda á tvö lykilatriði. Annars vegar er nauðsynlegt fyrir mig að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt framlag á vinnustað, læra jafnframt að forðast aðstæður þar sem ADHD flækist fyrir og skapa mér umhverfi þar sem það nýtist til góðra verka. Hins vegar þarf ég að hjálpa mínu samstarfsfólki að skilja af hverju ég geri hlutina gjarnan svona en ekki hinseginn. Af hverju ég á til að gleyma einföldustu atriðum og hvernig í áranum sami aðili geti leyst hin flóknustu verkefni. Ég verð að vera óhræddur við að viðurkenna mistök, því jafnvel þó ég eigi til að gera fleiri en gengur og gerist þá er þetta eðlilegur partur í lífi allra. Jafnvel nauðsynlegt að gera grín að vitleysunni í sjálfum sér og hlæja dátt. Ekki að ég sé að rausa um allar hliðar ADHD daginn út og inn, en verð að muna að aðrir þekkja minna til áhrifa ADHD á daglegt líf og aukin þekking starfsfélaga skapar skilning. Þekking og skilningur eru enda lykilatriði í að vinna gegn almennum fordómum.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun