Ég skil þig ekki! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 15. október 2019 11:30 „Veistu, ég skil þig ekki,“ sagði yfirmaður við mig fyrir hálfum öðrum áratug. Hann horfði stíft í andlit mér og hélt áfram: „Fyrir þremur dögum bað ég um ákveðna samantekt, þú ert að vísu ekki minn starfsmaður en ég þarf sömu upplýsingar frá ykkur öllum sem sinnið þessum málum. Við stóðum hér, þú horfðir á mig og ég sá að þú skildir um hvað ég var að biðja. Svo gerist ekkert í þrjá daga.“ Aldrei þessu vant var ég meira og minna á skrifstofunni, með vinnuborð beint fyrir framan yfirmanninn og meðan ég sinnti ýmsu öðru sá ég hann útundan mér ókyrrast með hverjum deginum. Nú stóðum við í sömu sporum, augliti til auglitis: „Ég sá að þú varst að gera ýmislegt annað þessa daga og kominn á fremsta hlunn með að taka þig á eintal. En svo dettur allt í einu í pósthólfið tífalt umfangsmeiri samantekt en um var beðið. Það undarlega er að þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti, en hafði ekki áttað mig á flækjustiginu þín megin. Takk. En ég bara skil þig ekki.“ Eflaust færi ég eitthvað í stílinn öllum þessum árum seinna, en kjarni sögunnar stendur og orðaskiptin nokkuð nálægt því að vera orðrétt. Athyglisbresturinn snýst ekkert endilega um að muna ekki - frekar að muna allt en eiga erfitt með að ná í þær upplýsingar þegar þörf er á. Orðaskiptin áttu sér stað 5 árum eftir að ég fékk greiningu og sjálfur kominn vel á veg með að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt daglega líf. Þess vegna var ég í raun pollrólegur yfir stöðu mála. Verkefnið mallaði í kollinum, tók endalaust á sig nýjar myndir og þróaðist, þar til loks rétt fyrir skilafrest að ég skellti þessu saman á örskotsstundu. Einstaklingar með ADHD eiga nefnilega oft auðvelt með að vinna undir pressu. Þetta vissi ég og beið sjálfsagt þar til pressan var nær óbærileg. Það sem ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir þá, var hvaða áhrif mín vinnubrögð höfðu á samstarfsmenn, hann þar með talinn. Rétt eins og í daglegu lífi getur ADHD haft mikil áhrif hverning einstaklingi vegnar í sinni vinnu. Sumt hefur sínar neikvæðu hliðar, en aðrar hliðar ADHD gera okkur kleift að leysa verkefni betur en aðrir, jafnvel á máta sem fáum öðrum væri fært. Ég set þessi orð á blað vegna þess að október er ADHD vitundarmánuður og þetta árið leggja ADHD samtökin áherslu á ADHD og vinnumarkaðinn. Um þá hlið gæti ég haldið langa tölu. En vel þetta dæmi úr eigin fortíð til að benda á tvö lykilatriði. Annars vegar er nauðsynlegt fyrir mig að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt framlag á vinnustað, læra jafnframt að forðast aðstæður þar sem ADHD flækist fyrir og skapa mér umhverfi þar sem það nýtist til góðra verka. Hins vegar þarf ég að hjálpa mínu samstarfsfólki að skilja af hverju ég geri hlutina gjarnan svona en ekki hinseginn. Af hverju ég á til að gleyma einföldustu atriðum og hvernig í áranum sami aðili geti leyst hin flóknustu verkefni. Ég verð að vera óhræddur við að viðurkenna mistök, því jafnvel þó ég eigi til að gera fleiri en gengur og gerist þá er þetta eðlilegur partur í lífi allra. Jafnvel nauðsynlegt að gera grín að vitleysunni í sjálfum sér og hlæja dátt. Ekki að ég sé að rausa um allar hliðar ADHD daginn út og inn, en verð að muna að aðrir þekkja minna til áhrifa ADHD á daglegt líf og aukin þekking starfsfélaga skapar skilning. Þekking og skilningur eru enda lykilatriði í að vinna gegn almennum fordómum.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
„Veistu, ég skil þig ekki,“ sagði yfirmaður við mig fyrir hálfum öðrum áratug. Hann horfði stíft í andlit mér og hélt áfram: „Fyrir þremur dögum bað ég um ákveðna samantekt, þú ert að vísu ekki minn starfsmaður en ég þarf sömu upplýsingar frá ykkur öllum sem sinnið þessum málum. Við stóðum hér, þú horfðir á mig og ég sá að þú skildir um hvað ég var að biðja. Svo gerist ekkert í þrjá daga.“ Aldrei þessu vant var ég meira og minna á skrifstofunni, með vinnuborð beint fyrir framan yfirmanninn og meðan ég sinnti ýmsu öðru sá ég hann útundan mér ókyrrast með hverjum deginum. Nú stóðum við í sömu sporum, augliti til auglitis: „Ég sá að þú varst að gera ýmislegt annað þessa daga og kominn á fremsta hlunn með að taka þig á eintal. En svo dettur allt í einu í pósthólfið tífalt umfangsmeiri samantekt en um var beðið. Það undarlega er að þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti, en hafði ekki áttað mig á flækjustiginu þín megin. Takk. En ég bara skil þig ekki.“ Eflaust færi ég eitthvað í stílinn öllum þessum árum seinna, en kjarni sögunnar stendur og orðaskiptin nokkuð nálægt því að vera orðrétt. Athyglisbresturinn snýst ekkert endilega um að muna ekki - frekar að muna allt en eiga erfitt með að ná í þær upplýsingar þegar þörf er á. Orðaskiptin áttu sér stað 5 árum eftir að ég fékk greiningu og sjálfur kominn vel á veg með að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt daglega líf. Þess vegna var ég í raun pollrólegur yfir stöðu mála. Verkefnið mallaði í kollinum, tók endalaust á sig nýjar myndir og þróaðist, þar til loks rétt fyrir skilafrest að ég skellti þessu saman á örskotsstundu. Einstaklingar með ADHD eiga nefnilega oft auðvelt með að vinna undir pressu. Þetta vissi ég og beið sjálfsagt þar til pressan var nær óbærileg. Það sem ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir þá, var hvaða áhrif mín vinnubrögð höfðu á samstarfsmenn, hann þar með talinn. Rétt eins og í daglegu lífi getur ADHD haft mikil áhrif hverning einstaklingi vegnar í sinni vinnu. Sumt hefur sínar neikvæðu hliðar, en aðrar hliðar ADHD gera okkur kleift að leysa verkefni betur en aðrir, jafnvel á máta sem fáum öðrum væri fært. Ég set þessi orð á blað vegna þess að október er ADHD vitundarmánuður og þetta árið leggja ADHD samtökin áherslu á ADHD og vinnumarkaðinn. Um þá hlið gæti ég haldið langa tölu. En vel þetta dæmi úr eigin fortíð til að benda á tvö lykilatriði. Annars vegar er nauðsynlegt fyrir mig að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt framlag á vinnustað, læra jafnframt að forðast aðstæður þar sem ADHD flækist fyrir og skapa mér umhverfi þar sem það nýtist til góðra verka. Hins vegar þarf ég að hjálpa mínu samstarfsfólki að skilja af hverju ég geri hlutina gjarnan svona en ekki hinseginn. Af hverju ég á til að gleyma einföldustu atriðum og hvernig í áranum sami aðili geti leyst hin flóknustu verkefni. Ég verð að vera óhræddur við að viðurkenna mistök, því jafnvel þó ég eigi til að gera fleiri en gengur og gerist þá er þetta eðlilegur partur í lífi allra. Jafnvel nauðsynlegt að gera grín að vitleysunni í sjálfum sér og hlæja dátt. Ekki að ég sé að rausa um allar hliðar ADHD daginn út og inn, en verð að muna að aðrir þekkja minna til áhrifa ADHD á daglegt líf og aukin þekking starfsfélaga skapar skilning. Þekking og skilningur eru enda lykilatriði í að vinna gegn almennum fordómum.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun