Lífið

Egglaga ský vöktu athygli í höfuðborginni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skýið er egglaga og vakti athygli Siggu Maiju og vafalítið fleiri í morgun.
Skýið er egglaga og vakti athygli Siggu Maiju og vafalítið fleiri í morgun. Sigga Maija

„Egg eða geimverur?“ spyr Sigríður María Sigurjónsdóttir, betur þekkt sem Sigga Maija, sem tók athyglisverða mynd á Hverfisgötunni í morgun. Sigga Maija, sem er rekstrarstjóri hjá Bíó Paradís á Hverfisgötunni, birti myndina á Facebook og hefur vakið nokkra athygli enda ekki daglegt brauð að ský með þessa lögun sjást á lofti yfir Reykjavík.

Vakthafandi veðurfræðingur segir í svari við fyrirspurn Vísis að um sé að ræða svokölluð vindskafin netjuský sem eru í um tveggja til sex kílómetra hæð. Þau myndast yfir og við fjöll þegar hvasst er. Nánari upplýsingar má lesa á vef Veðurstofunnar.

Margrét Weisshappel, grafískur hönnuður, náði svipuðum myndum í morgunsárið á leið til vinnu úti á Granda.

Skýin sem Margrét myndaði í morgun. Margrét Weisshappel


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.