80 prósent verða fyrir ofbeldi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 18. október 2019 06:00 Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna mikinn mun á Íslandi og Evrópuþjóðunum hvað varðar öryggi þingkvenna. Í f lestum tilvikum er öryggi þeirra íslensku minna og mestur munurinn kemur fram þegar líkamlegt of beldi er skoðað. Konur sitja almennt styttra á þingi en karlar og ekki ólíklegt að þessar dökku niðurstöður eigi stóran þátt í því. Vísir/vilhelm Um 80 prósent þingkvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Spurningarnar voru ekki lagðar fyrir karlmenn. Rannsóknin var lögð fyrir 33 konur í maí á þessu ári og var svarhlutfall 76 prósent. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók dr. Hauks Arnþórssonar sem kemur út í dag. 80 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24 prósent líkamlegu ofbeldi og 20,8 prósent sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. Efnahagslegt ofbeldi er þegar konum er neitað um starfskjör eða starfsaðstöðu sem þær eiga rétt á eða ef eigur þeirra eru skemmdar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru bornar saman við viðamikla könnun um kynbundið ofbeldi sem gerð var af Alþjóða-þingmannasambandinu í samvinnu við Evrópuráðið árið 2018. Sé tekið mið af samanburðinum má sjá að hlutfall kvenna sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi er hærra á Alþingi en á öðrum þjóðþingum Evrópu. Mestur er munurinn á líkamlegu og efnahagslegu ofbeld. Í Evrópu hafa 14,8 prósent orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, rúmum 9 prósentum minna en hér. Þegar litið er á efnahagslegt ofbeldi hafa rúmlega 7 prósentum fleiri íslenskar þingkonur orðið fyrir því en evrópskar. Rannsóknin felur í sér fjölda annarra þátta, til dæmis kemur þar fram að konur sitji styttra á þingi en karlar, að mikill munur sé á kjósendum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og að 63,5 prósent þingmanna séu úr efstu lögum þjóðfélagsins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Um 80 prósent þingkvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Spurningarnar voru ekki lagðar fyrir karlmenn. Rannsóknin var lögð fyrir 33 konur í maí á þessu ári og var svarhlutfall 76 prósent. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók dr. Hauks Arnþórssonar sem kemur út í dag. 80 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24 prósent líkamlegu ofbeldi og 20,8 prósent sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. Efnahagslegt ofbeldi er þegar konum er neitað um starfskjör eða starfsaðstöðu sem þær eiga rétt á eða ef eigur þeirra eru skemmdar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru bornar saman við viðamikla könnun um kynbundið ofbeldi sem gerð var af Alþjóða-þingmannasambandinu í samvinnu við Evrópuráðið árið 2018. Sé tekið mið af samanburðinum má sjá að hlutfall kvenna sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi er hærra á Alþingi en á öðrum þjóðþingum Evrópu. Mestur er munurinn á líkamlegu og efnahagslegu ofbeld. Í Evrópu hafa 14,8 prósent orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, rúmum 9 prósentum minna en hér. Þegar litið er á efnahagslegt ofbeldi hafa rúmlega 7 prósentum fleiri íslenskar þingkonur orðið fyrir því en evrópskar. Rannsóknin felur í sér fjölda annarra þátta, til dæmis kemur þar fram að konur sitji styttra á þingi en karlar, að mikill munur sé á kjósendum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og að 63,5 prósent þingmanna séu úr efstu lögum þjóðfélagsins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira