Lífið kynningar

Njóttu þess að vera kona með Florealis - Taktu þátt í skemmtilegum leik

Florealis kynnir
Heppinn lesandi gæti unnið gjafabréf í Sóley Natura Spa sem og gjafapoka frá Florealis.
Heppinn lesandi gæti unnið gjafabréf í Sóley Natura Spa sem og gjafapoka frá Florealis.

Lítið er um opinbera umræðu um kynheilbrigði kvenna á Íslandi, jafnvel árið 2019 þegar samfélagið hefur aldrei verið opnara. Kynheilbrigði kvenna snýr jafnt að kynlífsheilbrigði sem og frjósemisheilbrigði. Flestar konur upplifa öðru hverju óþægindi tengd kynfærum hvort sem það er í tengslum við meðgöngu og fæðingu, tíðahvörf eða annað. Vegna þess að umræða um heilsu og kynheilbrigði kvenna er oft á tíðum feimnismál getur það komið í  veg fyrir að konur leiti lausna við óþægindum sem þær finna fyrir.

Hjá Florealis eru þróuð jurtalyf og lækningavörur, framleidd úr virkum náttúruefnum af bestu gæðum til að bæta kynheilbrigði kvenna og meðhöndla meðal annars leggangaþurrk, þvagfærasýkingar og óþægindi í leggöngum sem stafa af óheilbrigðri slímhúð.

Florealis og LÍF taka höndum saman

Í tilefni þess að LÍF styrktarfélag kvennadeildar Landspítala er 10 ára hafa LÍF styrktarfélag og Florealis tekið höndum saman til að vekja athygli á heilsu og kynheilbrigði kvenna undir slagorðinu „Njóttu þess að vera kona!“. 

Florealis gefur 15% af andvirði seldra vara til 15. október til styrktarfélagsins LÍF sem mun nota upphæðina til uppbyggingar á kvennadeild LSH.

Gjafabréf í Sóley Natura Spa og vörur frá Florealis

Fólk er hvatt til þess að taka þátt í skemmtilegum leik hér og eiga kost á að vinna gjafabréf í Sóley Natura Spa sem og gjafapoka frá Florealis. Kynntu þér lausnirnar á florealis.is.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Florealis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.