Körfubolti

Tvö ár frá rosalegri flautukörfu Daða Lár | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Daði Lár lék með Haukum á síðustu leiktíð.
Daði Lár lék með Haukum á síðustu leiktíð. vísir/bára

Daði Lár Jónsson gleymir seint deginum 5. október 2017 en hann skoraði þá glæsilega flautukörfu.

Körfuna skoraði Daði í sigri Keflavíkur á Val í Dominos-deild karla tímabilð 2017/2018.

Þegar stutt var eftir af leikhlutanum og Valsmenn geiguðu skoti ákvað Daði að grýta boltanum yfir allan völlinn.

Það gekk og rúmlega það en skotið dansaði ekki einu sinni á hringnum heldur datt beint ofan í.

Skotið skemmtilega má sjá hér að neðan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.