Lífið kynningar

Risa Queen tónleikaveisla - Marc Martel mætir í Laugardalshöll í apríl

Teamwork Event kynnir
Rödd Marc Martel þykir ótrúlega lík rödd Freddie Mercury
Rödd Marc Martel þykir ótrúlega lík rödd Freddie Mercury

Hljómsveitin The Ultimate Queen celebration með söngvarann Marc Martel í broddi fylkingar er væntanleg hingað til lands í apríl. Tvennir tónleikar fara fram í Laugardalshöll en hljómsveitin troðfyllti Hörpu fyrir fjórum árum, ekki bara einu sinni heldur tvisvar!

„Hljómsveitin er svo hrikalega góð að ég myndi ekki vilja fara á svið á eftir þeim", var haft eftir Roger Taylor, trommara Queen um bandið árið 2015.Freddie endurfæddur?

The Ultimate Queen celebration var sérstaklega búin til svo dyggir aðdáendur um allan heim gætu upplifað lög hljómsveitarinnar Queen en ekki síður til þess að kynna Queen fyrir nýrri kynslóð. Mark Martel þykir syngja nánast eins og Freddie heitinn Mercury en Martel syngur til að mynda mörg laganna í myndinni Bohemian Rhapsody.

Takmarkaður miðafjöldi

Queen aðdáendur ættu ekki að láta þennan stórviðburð fram hjá sér fara. Tónleikarnir fara fram dagana 8. og 9. apríl 2020. Miðasala hefst þriðjudaginn 15.október, en póstlistáskrifendur Miða.is fá forskot á sæluna degi fyrr eða þann 14.október. Tónleikarnir verða sitjandi og því um takmarkað magn miða að ræða.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Teamwork Event.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.