Handbolti

Karen sú níunda sem nær 100 landsleikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karen ásamt Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, og varaformanninum Davíð B. Gíslasyni fyrir leikinn gegn Frakklandi í gær.
Karen ásamt Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, og varaformanninum Davíð B. Gíslasyni fyrir leikinn gegn Frakklandi í gær. vísir/bára
Karen Knútsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland mætti Frakklandi á Ásvöllum í undankeppni EM 2020 í gær.

Karen fékk viðurkenningu frá HSÍ fyrir leikinn sem Frakkar unnu með sex marka mun, 17-23. Hún var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk.

Karen er sú níunda sem nær 100 leikjum fyrir íslenska kvennalandsliðið.

Hrafnhildur Skúladóttir er leikjahæst með 170 leiki. Arna Sif Pálsdóttir kemur næst með 150 landsleiki.

Karen, sem leikur nú með Fram, hefur verið í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu í áratug. Hún lék með Íslandi á EM 2010 og 2012 og HM 2011.

Þórey Rósa Stefánsdóttir, sem er í 100 landsleikja klúbbnum, náði einnig merkum áfanga í leiknum gegn Frakklandi í gær. Hún skoraði sitt 300. landsliðsmark þegar hún minnkaði muninn í 3-4 með sínu öðru marki í leiknum. Þórey Rósa skoraði alls fjögur mörk.

Leikjahæstar í sögu íslenska kvennalandsliðsins:

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir - 170 

Arna Sif Pálsdóttir - 150

Hanna Guðrún Stefánsdóttir - 142 

Dagný Skúladóttir - 119

Berglind Íris Hansdóttir - 108

Þórey Rósa Stefánsdóttir - 104

Rakel Dögg Bragadóttir - 102

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir - 101

Karen Knútsdóttir - 100

Karen skoraði sex mörk gegn Frökkum, þar af fimm úr vítum.vísir/bára

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×