Arnar: Hefði verið auðvelt að brotna en stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2019 18:09 Arnar á hliðarlínunni á Ásvöllum í dag. vísir/bára „Ég er mjög stoltur af framlagi leikmannanna og vinnuseminni. Líka því að svara leiknum erfiða gegn Króatíu,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, eftir tapið fyrir Frakklandi, 17-23, í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland steinlá fyrir Króatíu á miðvikudaginn, 29-21, en spilaði miklu mun betur gegn heims- og Evrópumeisturum Frakklands í dag. Það blés þó ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í upphafi leiks. Tapaðir boltar voru fjölmargir og Frakkar refsuðu með mörkum úr hraðaupphlaupum. „Það hefði verið auðvelt að brotna og fara inn í skelina. En þær sýndu úr hverju þær eru gerðar. Við stóðum vörnina vel og fengum frábæra markvörslu frá Írisi [Björk Símonardóttur],“ sagði Arnar. Ísland skoraði aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi í leiknum í dag en Frakkland sjö. Arnar segir erfitt að ráða við Frakka í þeim þætti leiksins. „Vissulega hefðum við þegið að fá auðveld mörk. En franska liðið hleypur gríðarlega vel fram og aftur og hlaupageta þeirra er gríðarlega mikil. Við höfum líka lagt áherslu á að flýta okkur hægt. Það hefur verið svolítið mikið um tapaða bolta þegar við höfum keyrt upp hraðann,“ sagði Arnar. Þurfum að gera betur í líkamlega þættinumÍsland gaf verulega eftir á lokakafla leiksins, sérstaklega í sókninni. „Við megum ekki gleyma þessum slæmu leikjum. Við þurfum að gera betur í þessum líkamlega þætti, hvort sem það er hlaupageta eða líkamsstyrkur. Í seinni hálfleik kom þessi munur í ljós. En ég er gríðarlega stoltur af stelpunum. Við gerum margt ofboðslega vel en eigum enn talsvert í land í þessum þáttum,“ sagði Arnar. Hann hrósaði varnarleik íslenska liðsins sem hélt virkilega vel. „Varnarleikurinn var til fyrirmyndar. Ester [Óskarsdóttir] og Steinunn [Björnsdóttir] voru sterkar og bakverðirnir eru að komast betur inn í þetta. Vörnin okkar er auðvitað svolítið sérstök en við erum að ná betri tökum á henni.“ Arnar fer talsvert brattari frá þessum leik en þeim síðasta. „Eigum við ekki að segja að ég þakki mikið fyrir að hafa fengið þennan leik eftir hinn,“ sagði Arnar og hló. „Við megum samt ekki gleyma leiknum úti í Króatíu og þessum leikjum sem við höfum tapað illa. Við þurfum að læra af þeim.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af framlagi leikmannanna og vinnuseminni. Líka því að svara leiknum erfiða gegn Króatíu,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, eftir tapið fyrir Frakklandi, 17-23, í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland steinlá fyrir Króatíu á miðvikudaginn, 29-21, en spilaði miklu mun betur gegn heims- og Evrópumeisturum Frakklands í dag. Það blés þó ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í upphafi leiks. Tapaðir boltar voru fjölmargir og Frakkar refsuðu með mörkum úr hraðaupphlaupum. „Það hefði verið auðvelt að brotna og fara inn í skelina. En þær sýndu úr hverju þær eru gerðar. Við stóðum vörnina vel og fengum frábæra markvörslu frá Írisi [Björk Símonardóttur],“ sagði Arnar. Ísland skoraði aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi í leiknum í dag en Frakkland sjö. Arnar segir erfitt að ráða við Frakka í þeim þætti leiksins. „Vissulega hefðum við þegið að fá auðveld mörk. En franska liðið hleypur gríðarlega vel fram og aftur og hlaupageta þeirra er gríðarlega mikil. Við höfum líka lagt áherslu á að flýta okkur hægt. Það hefur verið svolítið mikið um tapaða bolta þegar við höfum keyrt upp hraðann,“ sagði Arnar. Þurfum að gera betur í líkamlega þættinumÍsland gaf verulega eftir á lokakafla leiksins, sérstaklega í sókninni. „Við megum ekki gleyma þessum slæmu leikjum. Við þurfum að gera betur í þessum líkamlega þætti, hvort sem það er hlaupageta eða líkamsstyrkur. Í seinni hálfleik kom þessi munur í ljós. En ég er gríðarlega stoltur af stelpunum. Við gerum margt ofboðslega vel en eigum enn talsvert í land í þessum þáttum,“ sagði Arnar. Hann hrósaði varnarleik íslenska liðsins sem hélt virkilega vel. „Varnarleikurinn var til fyrirmyndar. Ester [Óskarsdóttir] og Steinunn [Björnsdóttir] voru sterkar og bakverðirnir eru að komast betur inn í þetta. Vörnin okkar er auðvitað svolítið sérstök en við erum að ná betri tökum á henni.“ Arnar fer talsvert brattari frá þessum leik en þeim síðasta. „Eigum við ekki að segja að ég þakki mikið fyrir að hafa fengið þennan leik eftir hinn,“ sagði Arnar og hló. „Við megum samt ekki gleyma leiknum úti í Króatíu og þessum leikjum sem við höfum tapað illa. Við þurfum að læra af þeim.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita