Arnar: Hefði verið auðvelt að brotna en stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2019 18:09 Arnar á hliðarlínunni á Ásvöllum í dag. vísir/bára „Ég er mjög stoltur af framlagi leikmannanna og vinnuseminni. Líka því að svara leiknum erfiða gegn Króatíu,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, eftir tapið fyrir Frakklandi, 17-23, í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland steinlá fyrir Króatíu á miðvikudaginn, 29-21, en spilaði miklu mun betur gegn heims- og Evrópumeisturum Frakklands í dag. Það blés þó ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í upphafi leiks. Tapaðir boltar voru fjölmargir og Frakkar refsuðu með mörkum úr hraðaupphlaupum. „Það hefði verið auðvelt að brotna og fara inn í skelina. En þær sýndu úr hverju þær eru gerðar. Við stóðum vörnina vel og fengum frábæra markvörslu frá Írisi [Björk Símonardóttur],“ sagði Arnar. Ísland skoraði aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi í leiknum í dag en Frakkland sjö. Arnar segir erfitt að ráða við Frakka í þeim þætti leiksins. „Vissulega hefðum við þegið að fá auðveld mörk. En franska liðið hleypur gríðarlega vel fram og aftur og hlaupageta þeirra er gríðarlega mikil. Við höfum líka lagt áherslu á að flýta okkur hægt. Það hefur verið svolítið mikið um tapaða bolta þegar við höfum keyrt upp hraðann,“ sagði Arnar. Þurfum að gera betur í líkamlega þættinumÍsland gaf verulega eftir á lokakafla leiksins, sérstaklega í sókninni. „Við megum ekki gleyma þessum slæmu leikjum. Við þurfum að gera betur í þessum líkamlega þætti, hvort sem það er hlaupageta eða líkamsstyrkur. Í seinni hálfleik kom þessi munur í ljós. En ég er gríðarlega stoltur af stelpunum. Við gerum margt ofboðslega vel en eigum enn talsvert í land í þessum þáttum,“ sagði Arnar. Hann hrósaði varnarleik íslenska liðsins sem hélt virkilega vel. „Varnarleikurinn var til fyrirmyndar. Ester [Óskarsdóttir] og Steinunn [Björnsdóttir] voru sterkar og bakverðirnir eru að komast betur inn í þetta. Vörnin okkar er auðvitað svolítið sérstök en við erum að ná betri tökum á henni.“ Arnar fer talsvert brattari frá þessum leik en þeim síðasta. „Eigum við ekki að segja að ég þakki mikið fyrir að hafa fengið þennan leik eftir hinn,“ sagði Arnar og hló. „Við megum samt ekki gleyma leiknum úti í Króatíu og þessum leikjum sem við höfum tapað illa. Við þurfum að læra af þeim.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af framlagi leikmannanna og vinnuseminni. Líka því að svara leiknum erfiða gegn Króatíu,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, eftir tapið fyrir Frakklandi, 17-23, í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland steinlá fyrir Króatíu á miðvikudaginn, 29-21, en spilaði miklu mun betur gegn heims- og Evrópumeisturum Frakklands í dag. Það blés þó ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í upphafi leiks. Tapaðir boltar voru fjölmargir og Frakkar refsuðu með mörkum úr hraðaupphlaupum. „Það hefði verið auðvelt að brotna og fara inn í skelina. En þær sýndu úr hverju þær eru gerðar. Við stóðum vörnina vel og fengum frábæra markvörslu frá Írisi [Björk Símonardóttur],“ sagði Arnar. Ísland skoraði aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi í leiknum í dag en Frakkland sjö. Arnar segir erfitt að ráða við Frakka í þeim þætti leiksins. „Vissulega hefðum við þegið að fá auðveld mörk. En franska liðið hleypur gríðarlega vel fram og aftur og hlaupageta þeirra er gríðarlega mikil. Við höfum líka lagt áherslu á að flýta okkur hægt. Það hefur verið svolítið mikið um tapaða bolta þegar við höfum keyrt upp hraðann,“ sagði Arnar. Þurfum að gera betur í líkamlega þættinumÍsland gaf verulega eftir á lokakafla leiksins, sérstaklega í sókninni. „Við megum ekki gleyma þessum slæmu leikjum. Við þurfum að gera betur í þessum líkamlega þætti, hvort sem það er hlaupageta eða líkamsstyrkur. Í seinni hálfleik kom þessi munur í ljós. En ég er gríðarlega stoltur af stelpunum. Við gerum margt ofboðslega vel en eigum enn talsvert í land í þessum þáttum,“ sagði Arnar. Hann hrósaði varnarleik íslenska liðsins sem hélt virkilega vel. „Varnarleikurinn var til fyrirmyndar. Ester [Óskarsdóttir] og Steinunn [Björnsdóttir] voru sterkar og bakverðirnir eru að komast betur inn í þetta. Vörnin okkar er auðvitað svolítið sérstök en við erum að ná betri tökum á henni.“ Arnar fer talsvert brattari frá þessum leik en þeim síðasta. „Eigum við ekki að segja að ég þakki mikið fyrir að hafa fengið þennan leik eftir hinn,“ sagði Arnar og hló. „Við megum samt ekki gleyma leiknum úti í Króatíu og þessum leikjum sem við höfum tapað illa. Við þurfum að læra af þeim.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30