Íris Björk: Yndislegt að koma aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2019 18:25 Íris Björk varði 14 skot gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. vísir/bára Íris Björk Símonardóttir átti góðan leik í marki Íslands gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 í dag. Íslendingar töpuðu, 17-23, en léku miklu betur en gegn Króötum á miðvikudaginn. Sá leikur tapaðist með 21 marki, 29-21. „Eftir leikinn á miðvikudaginn var þetta nauðsynleg frammistaða. Ég er gífurlega stolt af liðinu að hafa stigið upp, þótt það hafi ekki skilað meiru en sex marka tapi. Allir sem horfðu á leikinn sáu að þetta var allt annað,“ sagði Íris í samtali við Vísi eftir leikinn á Ásvöllum. Ísland byrjaði leikinn illa og lenti fljótlega þremur mörkum undir. Smá skjálfti í okkur í byrjun„Eins og gefur að skilja eftir síðasta leik var smá skjálfti í okkur í byrjun leiks. Það hefði verið auðveldara að brotna og ég er gríðarlega stolt af liðinu að hafa staðið þetta af okkur,“ sagði Íris. Hún varði 14 skot í leiknum, þar af þrjú vítaköst. „Það gekk eiginlega best í vítunum,“ sagði Íris og hló. „Ég var með hörkuvörn fyrir framan mig og vörnin virkaði vel í þessum tveimur leikjum. Ég vil hrósa stelpunum. Þær börðust eins og ljón og þessi vörn virkar bara ef allir eru á fullu. Þetta kom Frökkunum held ég á óvart.“ Auðvitað kitlar að halda áframÍris hafði ekki spilað landsleik síðan 2016 en sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Króatíu og Frakklandi. En verður hún með í næstu leikjum íslenska liðsins? „Við verðum að bíða og sjá,“ sagði Íris. Hún viðurkennir að það kitli að spila fleiri landsleiki eins og þennan. „Ég vil hrósa stuðningssveitinni. Þetta var geðveikt. Það var yndislegt að koma aftur í landsliðið þótt það hefði verið skemmtilegra að koma með aðeins meiri glans inn í Króatíuleikinn. Þetta er spennandi og skemmtilegt lið og auðvitað kitlar það að halda áfram.“ Handbolti Tengdar fréttir Arnar: Hefði verið auðvelt að brotna en stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins hrósaði leikmönnum eftir leikinn gegn Frakklandi. 29. september 2019 18:09 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Sjá meira
Íris Björk Símonardóttir átti góðan leik í marki Íslands gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 í dag. Íslendingar töpuðu, 17-23, en léku miklu betur en gegn Króötum á miðvikudaginn. Sá leikur tapaðist með 21 marki, 29-21. „Eftir leikinn á miðvikudaginn var þetta nauðsynleg frammistaða. Ég er gífurlega stolt af liðinu að hafa stigið upp, þótt það hafi ekki skilað meiru en sex marka tapi. Allir sem horfðu á leikinn sáu að þetta var allt annað,“ sagði Íris í samtali við Vísi eftir leikinn á Ásvöllum. Ísland byrjaði leikinn illa og lenti fljótlega þremur mörkum undir. Smá skjálfti í okkur í byrjun„Eins og gefur að skilja eftir síðasta leik var smá skjálfti í okkur í byrjun leiks. Það hefði verið auðveldara að brotna og ég er gríðarlega stolt af liðinu að hafa staðið þetta af okkur,“ sagði Íris. Hún varði 14 skot í leiknum, þar af þrjú vítaköst. „Það gekk eiginlega best í vítunum,“ sagði Íris og hló. „Ég var með hörkuvörn fyrir framan mig og vörnin virkaði vel í þessum tveimur leikjum. Ég vil hrósa stelpunum. Þær börðust eins og ljón og þessi vörn virkar bara ef allir eru á fullu. Þetta kom Frökkunum held ég á óvart.“ Auðvitað kitlar að halda áframÍris hafði ekki spilað landsleik síðan 2016 en sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Króatíu og Frakklandi. En verður hún með í næstu leikjum íslenska liðsins? „Við verðum að bíða og sjá,“ sagði Íris. Hún viðurkennir að það kitli að spila fleiri landsleiki eins og þennan. „Ég vil hrósa stuðningssveitinni. Þetta var geðveikt. Það var yndislegt að koma aftur í landsliðið þótt það hefði verið skemmtilegra að koma með aðeins meiri glans inn í Króatíuleikinn. Þetta er spennandi og skemmtilegt lið og auðvitað kitlar það að halda áfram.“
Handbolti Tengdar fréttir Arnar: Hefði verið auðvelt að brotna en stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins hrósaði leikmönnum eftir leikinn gegn Frakklandi. 29. september 2019 18:09 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Sjá meira
Arnar: Hefði verið auðvelt að brotna en stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins hrósaði leikmönnum eftir leikinn gegn Frakklandi. 29. september 2019 18:09
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30