Íris Björk: Yndislegt að koma aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2019 18:25 Íris Björk varði 14 skot gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. vísir/bára Íris Björk Símonardóttir átti góðan leik í marki Íslands gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 í dag. Íslendingar töpuðu, 17-23, en léku miklu betur en gegn Króötum á miðvikudaginn. Sá leikur tapaðist með 21 marki, 29-21. „Eftir leikinn á miðvikudaginn var þetta nauðsynleg frammistaða. Ég er gífurlega stolt af liðinu að hafa stigið upp, þótt það hafi ekki skilað meiru en sex marka tapi. Allir sem horfðu á leikinn sáu að þetta var allt annað,“ sagði Íris í samtali við Vísi eftir leikinn á Ásvöllum. Ísland byrjaði leikinn illa og lenti fljótlega þremur mörkum undir. Smá skjálfti í okkur í byrjun„Eins og gefur að skilja eftir síðasta leik var smá skjálfti í okkur í byrjun leiks. Það hefði verið auðveldara að brotna og ég er gríðarlega stolt af liðinu að hafa staðið þetta af okkur,“ sagði Íris. Hún varði 14 skot í leiknum, þar af þrjú vítaköst. „Það gekk eiginlega best í vítunum,“ sagði Íris og hló. „Ég var með hörkuvörn fyrir framan mig og vörnin virkaði vel í þessum tveimur leikjum. Ég vil hrósa stelpunum. Þær börðust eins og ljón og þessi vörn virkar bara ef allir eru á fullu. Þetta kom Frökkunum held ég á óvart.“ Auðvitað kitlar að halda áframÍris hafði ekki spilað landsleik síðan 2016 en sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Króatíu og Frakklandi. En verður hún með í næstu leikjum íslenska liðsins? „Við verðum að bíða og sjá,“ sagði Íris. Hún viðurkennir að það kitli að spila fleiri landsleiki eins og þennan. „Ég vil hrósa stuðningssveitinni. Þetta var geðveikt. Það var yndislegt að koma aftur í landsliðið þótt það hefði verið skemmtilegra að koma með aðeins meiri glans inn í Króatíuleikinn. Þetta er spennandi og skemmtilegt lið og auðvitað kitlar það að halda áfram.“ Handbolti Tengdar fréttir Arnar: Hefði verið auðvelt að brotna en stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins hrósaði leikmönnum eftir leikinn gegn Frakklandi. 29. september 2019 18:09 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira
Íris Björk Símonardóttir átti góðan leik í marki Íslands gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 í dag. Íslendingar töpuðu, 17-23, en léku miklu betur en gegn Króötum á miðvikudaginn. Sá leikur tapaðist með 21 marki, 29-21. „Eftir leikinn á miðvikudaginn var þetta nauðsynleg frammistaða. Ég er gífurlega stolt af liðinu að hafa stigið upp, þótt það hafi ekki skilað meiru en sex marka tapi. Allir sem horfðu á leikinn sáu að þetta var allt annað,“ sagði Íris í samtali við Vísi eftir leikinn á Ásvöllum. Ísland byrjaði leikinn illa og lenti fljótlega þremur mörkum undir. Smá skjálfti í okkur í byrjun„Eins og gefur að skilja eftir síðasta leik var smá skjálfti í okkur í byrjun leiks. Það hefði verið auðveldara að brotna og ég er gríðarlega stolt af liðinu að hafa staðið þetta af okkur,“ sagði Íris. Hún varði 14 skot í leiknum, þar af þrjú vítaköst. „Það gekk eiginlega best í vítunum,“ sagði Íris og hló. „Ég var með hörkuvörn fyrir framan mig og vörnin virkaði vel í þessum tveimur leikjum. Ég vil hrósa stelpunum. Þær börðust eins og ljón og þessi vörn virkar bara ef allir eru á fullu. Þetta kom Frökkunum held ég á óvart.“ Auðvitað kitlar að halda áframÍris hafði ekki spilað landsleik síðan 2016 en sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Króatíu og Frakklandi. En verður hún með í næstu leikjum íslenska liðsins? „Við verðum að bíða og sjá,“ sagði Íris. Hún viðurkennir að það kitli að spila fleiri landsleiki eins og þennan. „Ég vil hrósa stuðningssveitinni. Þetta var geðveikt. Það var yndislegt að koma aftur í landsliðið þótt það hefði verið skemmtilegra að koma með aðeins meiri glans inn í Króatíuleikinn. Þetta er spennandi og skemmtilegt lið og auðvitað kitlar það að halda áfram.“
Handbolti Tengdar fréttir Arnar: Hefði verið auðvelt að brotna en stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins hrósaði leikmönnum eftir leikinn gegn Frakklandi. 29. september 2019 18:09 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira
Arnar: Hefði verið auðvelt að brotna en stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins hrósaði leikmönnum eftir leikinn gegn Frakklandi. 29. september 2019 18:09
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30