Handbolti

Íris Björk: Yndislegt að koma aftur í landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íris Björk varði 14 skot gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka.
Íris Björk varði 14 skot gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. vísir/bára
Íris Björk Símonardóttir átti góðan leik í marki Íslands gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 í dag. Íslendingar töpuðu, 17-23, en léku miklu betur en gegn Króötum á miðvikudaginn. Sá leikur tapaðist með 21 marki, 29-21.

„Eftir leikinn á miðvikudaginn var þetta nauðsynleg frammistaða. Ég er gífurlega stolt af liðinu að hafa stigið upp, þótt það hafi ekki skilað meiru en sex marka tapi. Allir sem horfðu á leikinn sáu að þetta var allt annað,“ sagði Íris í samtali við Vísi eftir leikinn á Ásvöllum.

Ísland byrjaði leikinn illa og lenti fljótlega þremur mörkum undir.

Smá skjálfti í okkur í byrjun„Eins og gefur að skilja eftir síðasta leik var smá skjálfti í okkur í byrjun leiks. Það hefði verið auðveldara að brotna og ég er gríðarlega stolt af liðinu að hafa staðið þetta af okkur,“ sagði Íris.

Hún varði 14 skot í leiknum, þar af þrjú vítaköst. „Það gekk eiginlega best í vítunum,“ sagði Íris og hló.

„Ég var með hörkuvörn fyrir framan mig og vörnin virkaði vel í þessum tveimur leikjum. Ég vil hrósa stelpunum. Þær börðust eins og ljón og þessi vörn virkar bara ef allir eru á fullu. Þetta kom Frökkunum held ég á óvart.“

Auðvitað kitlar að halda áframÍris hafði ekki spilað landsleik síðan 2016 en sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Króatíu og Frakklandi. En verður hún með í næstu leikjum íslenska liðsins?

„Við verðum að bíða og sjá,“ sagði Íris. Hún viðurkennir að það kitli að spila fleiri landsleiki eins og þennan.

„Ég vil hrósa stuðningssveitinni. Þetta var geðveikt. Það var yndislegt að koma aftur í landsliðið þótt það hefði verið skemmtilegra að koma með aðeins meiri glans inn í Króatíuleikinn. Þetta er spennandi og skemmtilegt lið og auðvitað kitlar það að halda áfram.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×