Körfubolti

Carter kveður NBA deildina í búningi Hawks

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vince Carter syngur sinn svanasöng í vetur
Vince Carter syngur sinn svanasöng í vetur vísir/getty
Vince Carter mun spila sitt tuttugasta og annað tímabil í NBA deildinni í vetur. Atlanta Hawks tilkynnti að Carter myndi spila áfram með liðinu á föstudag.

Carter er 42 ára og er elsti leikmaðurinn í NBA deildinni. Hann spilaði fyrir Hawks síðasta vetur og var með 7,4 stig að meðaltali á 17,5 mínútum í leik, en hann tók þátt í 76 leikjum fyrir liðið.

Ef hann nær að spila með liðinu út tímabilið þá verður hann fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til þess að spila leik á fjórum mismunadi áratugum.

Carter kom inn í NBA deildina sem nýliði árið 1998 og var hann valinn nýliði ársins. Hann hefur spilað með átta liðum í deildinni og átta sinnum verið valinn í úrvalsliðið.

Fyrr í sumar tilkynnti Carter að komandi tímabil yrði hans síðasta.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×