Körfubolti

Carter kveður NBA deildina í búningi Hawks

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vince Carter syngur sinn svanasöng í vetur
Vince Carter syngur sinn svanasöng í vetur vísir/getty

Vince Carter mun spila sitt tuttugasta og annað tímabil í NBA deildinni í vetur. Atlanta Hawks tilkynnti að Carter myndi spila áfram með liðinu á föstudag.

Carter er 42 ára og er elsti leikmaðurinn í NBA deildinni. Hann spilaði fyrir Hawks síðasta vetur og var með 7,4 stig að meðaltali á 17,5 mínútum í leik, en hann tók þátt í 76 leikjum fyrir liðið.

Ef hann nær að spila með liðinu út tímabilið þá verður hann fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til þess að spila leik á fjórum mismunadi áratugum.

Carter kom inn í NBA deildina sem nýliði árið 1998 og var hann valinn nýliði ársins. Hann hefur spilað með átta liðum í deildinni og átta sinnum verið valinn í úrvalsliðið.

Fyrr í sumar tilkynnti Carter að komandi tímabil yrði hans síðasta.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.