Almannatengsl í þágu þjóðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. september 2019 07:00 Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. Enginn er maður með mönnum nema með að minnsta kosti einn upplýsingafulltrúa sér við hlið. Þannig voru fjórir blaðafulltrúar á hvern blaðamann í Bandaríkjunum árið 2012 og í fyrra voru þeir orðnir sex. Sama staða er uppi í Bretlandi þar sem um þrjú þúsund manns starfa við upplýsingagjöf með einum eða öðrum hætti fyrir ríkisstjórnina þar í landi. Þótt engin sérstök greining hafi farið fram hér á landi er ekki ólíklegt að svipað sé upp á teningnum hér. Tregða stofnana við að upplýsa um brýn mál er orðin að sérstakri meinsemd í íslensku samfélagi. Oft þurfa blaðamenn að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðunnar til að veita sjálfsagðar upplýsingar. Fjölmiðlar þurfa svo að ráðstafa tíma og fjármunum sem víða eru ekki til, til þess að stofna til málareksturs í þeim tilgangi að nálgast upplýsingar sem klárlega eiga erindi við almenning. Upplýsingalög voru sett árið 1996 og síðar breytt árið 2012 með það að markmiði að styrkja möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, styrkja fjölmiðla og almenning til að veita stjórnvöldum aðhald og styrkja möguleika fjölmiðla á að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þrátt fyrir það hefur upplýsingaflæði ekkert aukist, nema síður sé. Það heyrir til undantekninga að fá viðtöl við opinbera starfsmenn vandkvæðalaust, því helst vilja þeir allir fá spurningarnar skriflegar, vitaskuld í gegnum fjölmiðlafulltrúann, sem reynir að ákveða hvað eigi erindi í fjölmiðla og hvað ekki. Samhliða þessu hrúgast inn mál á borð úrskurðarnefndar upplýsingamála, svo mjög að það getur tekið allt að ár að fá úrskurð frá nefndinni. Þessi þróun er áhugaverð og enn áhugaverðara er að fylgjast með afstöðu stofnana hverju sinni, eftir því hvaða PR-maður er við stjórnvölinn. Það kom til að mynda nýverið í ljós þegar ákveðin stofnun sem kennir sig við samkennd, en fer nú líklega að verða þekktust fyrir að kveða kynferðisbrot í kútinn, sýndi loks samkennd þegar hún sendi fjölmiðlum óumbeðna yfirlýsingu þar sem hún sagðist iðrast gjörða sinna og baðst afsökunar á að hafa ekki hlustað á fimm konur sem kærðu sóknarprest fyrir kynferðisbrot árið 2017. Skemmst er frá því að segja að nýr samskiptastjóri tók til starfa hjá stofnuninni í síðasta mánuði. Vonandi er kirkjan að læra, en sennilega er nýr talsmaður farinn að leggja hæstráðendum línurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Sunna Karen Sigurþórsdóttir Þjóðkirkjan Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. Enginn er maður með mönnum nema með að minnsta kosti einn upplýsingafulltrúa sér við hlið. Þannig voru fjórir blaðafulltrúar á hvern blaðamann í Bandaríkjunum árið 2012 og í fyrra voru þeir orðnir sex. Sama staða er uppi í Bretlandi þar sem um þrjú þúsund manns starfa við upplýsingagjöf með einum eða öðrum hætti fyrir ríkisstjórnina þar í landi. Þótt engin sérstök greining hafi farið fram hér á landi er ekki ólíklegt að svipað sé upp á teningnum hér. Tregða stofnana við að upplýsa um brýn mál er orðin að sérstakri meinsemd í íslensku samfélagi. Oft þurfa blaðamenn að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðunnar til að veita sjálfsagðar upplýsingar. Fjölmiðlar þurfa svo að ráðstafa tíma og fjármunum sem víða eru ekki til, til þess að stofna til málareksturs í þeim tilgangi að nálgast upplýsingar sem klárlega eiga erindi við almenning. Upplýsingalög voru sett árið 1996 og síðar breytt árið 2012 með það að markmiði að styrkja möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, styrkja fjölmiðla og almenning til að veita stjórnvöldum aðhald og styrkja möguleika fjölmiðla á að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þrátt fyrir það hefur upplýsingaflæði ekkert aukist, nema síður sé. Það heyrir til undantekninga að fá viðtöl við opinbera starfsmenn vandkvæðalaust, því helst vilja þeir allir fá spurningarnar skriflegar, vitaskuld í gegnum fjölmiðlafulltrúann, sem reynir að ákveða hvað eigi erindi í fjölmiðla og hvað ekki. Samhliða þessu hrúgast inn mál á borð úrskurðarnefndar upplýsingamála, svo mjög að það getur tekið allt að ár að fá úrskurð frá nefndinni. Þessi þróun er áhugaverð og enn áhugaverðara er að fylgjast með afstöðu stofnana hverju sinni, eftir því hvaða PR-maður er við stjórnvölinn. Það kom til að mynda nýverið í ljós þegar ákveðin stofnun sem kennir sig við samkennd, en fer nú líklega að verða þekktust fyrir að kveða kynferðisbrot í kútinn, sýndi loks samkennd þegar hún sendi fjölmiðlum óumbeðna yfirlýsingu þar sem hún sagðist iðrast gjörða sinna og baðst afsökunar á að hafa ekki hlustað á fimm konur sem kærðu sóknarprest fyrir kynferðisbrot árið 2017. Skemmst er frá því að segja að nýr samskiptastjóri tók til starfa hjá stofnuninni í síðasta mánuði. Vonandi er kirkjan að læra, en sennilega er nýr talsmaður farinn að leggja hæstráðendum línurnar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar