Handbolti

Seinni bylgjan: Í betra standi væri Breki að spila í topp fimm liðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Breki Dagsson er besti leikmaður Fjölnis.
Breki Dagsson er besti leikmaður Fjölnis. vísir/skjáskot
Breki Dagsson fór algjörlega á kostum í liði Fjölnis sem tapaði gegn ÍR í fyrstu umferð Olís-deildar karla á sunnudag.Breki var í sérflokki hjá nýliðunum. Hann var lang markahæstur og skoraði tíu mörk úr sínum fimmtán skotum. Að auki skapaði hann fimm færi fyrir félaga sína.„Hann er með frábæra hönd. Hann getur skotið af gólfi og stokkið upp og er með góða yfirsýn. Hann er góður spilari,“ sagði Ágúst Jóhannsson.„Hann er í betra standi núna en hann hefur áður verið. Ég myndi vilja sjá hann koma sér í örlítið betra stand því ég vill meina að þessi strákur geti betur.“„Hann er með frábæra hæfileika og er mjög útsjónarsamur og góður leikmaður en hann gæti verið í betra standi. Ég væri til í að sjá hann þá,“ sagði Ágúst að lokum.Logi Geirsson tók í sama streng og segir að hann væri að spila með einu af toppliðunum ef svo væri.„Hann mætti koma sér í betra stand því í topp standi gæti hann verið að spila í topp liðunum,“ sagði Logi.

Klippa: Seinni bylgjan: Breki Dagsson í sérflokki

Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Hver er Grímur Hergeirsson?

Grímur Hergeirsson tók við Íslandsmeisturum Selfoss í sumar eftir að Patrekur Jóhannesson yfirgaf félagið og tók við Skjern í Danmörku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.