Handbolti

Seinni bylgjan: Hver er Grímur Hergeirsson?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Grímur í lögreglubúningnum.
Grímur í lögreglubúningnum. VÍSIR/SKJÁSKOT
Grímur Hergeirsson tók við Íslandsmeisturum Selfoss í sumar eftir að Patrekur Jóhannesson yfirgaf félagið og tók við Skjern í Danmörku.Grímur er fæddur og uppalinn á Selfossi en hann var meðal annars aðstoðarþjálfari Patreks á síðustu leiktíð. Lögreglumaðurinn Grímur verið lengi í kringum handboltann á Selfossi.Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, fór fyrir leik Selfoss og FH í Meistarakeppni HSÍ á dögunum og hitti Grím.Þar ræddu þeir meðal annars um muninn á lögreglustarfinu og þjálfun, hvort að hann hafi þurft að handtaka eigin leikmenn og hvort að gamall draumur sé að rætast að vera aðalþjálfari Selfoss.Þetta þrælskemmtilega innslag má sjá hér að neðan en titilvörn Gríms byrjar vel því Selfoss vann góðan sigur á FH í Kaplakrika í gærkvöldi.

Klippa: Seinni bylgjan: Grímur Hergeirsson

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.