Handbolti

Seinni bylgjan: Ágúst hreifst mjög af Eyjavörninni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst Jóhannsson skoðaði ítarlega leik ÍBV og Stjörnunnar sem fór fram í Eyjum á sunnudaginn en leikurinn var fyrstu leikur Olís-deildarinnar þessa leiktíðina.Ágúst er einn sérfræðingur Seinni bylgjunnar í vetur en hann fór meðal annars yfir varnarleik Eyjamanna sem var afar öflugur í leiknum.„Ég hreifst mjög af Eyjavörninni núna. Róbert fannst mér feyki öflugur þarna fyrir aftan og það sama með Elliða. Það var mikil vinnusemi í liðinu,“ sagði Ágúst.„Maður var ekki alveg viss hvernig vörnin væri núna eftir að Magnús Stefánsson hætti en mér fannst Róbert góður og Elliði slíkt hið sama.“„Elliði var mikið að skerma af og loka svæðum. Mér fannst Stjarnan sækja rosalega mikið inn á miðjuna og þeir eru í vandræðum með að koma boltanum á milli sín.“Greininguna í heild sinni má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni.


Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Hver er Grímur Hergeirsson?

Grímur Hergeirsson tók við Íslandsmeisturum Selfoss í sumar eftir að Patrekur Jóhannesson yfirgaf félagið og tók við Skjern í Danmörku.

Kristján Örn fer til Frakklands næsta sumar

Stórskytta ÍBV, Kristján Örn Kristjánsson eða Donni, mun yfirgefa eyjuna fögru næsta sumar því hann er búinn að semja við franskt úrvalsdeildarfélag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.