Handbolti

Seinni bylgjan: Logi sagði frammistöðu Hauks fáránlega

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spekingarnir þrír ásamt Henry í þætti gærkvöldsins.
Spekingarnir þrír ásamt Henry í þætti gærkvöldsins. vísir/skjáskot
Haukur Þrastarson lék á alls oddi í gær er Selfoss vann sigur á FH í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla.

Haukur skoraði níu mörk auk þess að hann gaf sjö stoðsendingar og kom hann því að sextán af 32 mörkum Selfyssinga.

„Þetta er bara fáránlegt,“ sagði Logi Geirsson er hann ræddi um frammistöðu hins magnaða Hauks. Logi var þó ekki hrifinn af varnarleik FH.

„Þeir áttu ekki góðan dag í miðjublokkinni í dag. Bjarni, Ísak, Ágúst og Steini var ekki að finna lausnir. Við sjáum þetta aftur og aftur að það er alltaf verið að éta þá.“

Ágúst Jóhannsson, annar spekingur þáttarins, segir að þrátt fyrir slakan varnarleik FH hafi Selfoss unnið vel úr sínum málum og gert þetta vel.

„Þeir voru ekki að finna sig og markvarslan ekki. Þeir eiga mikið inni varnarlega FH-ingarnir en mér fannst Selfyssingarnir spila þetta virkilega vel. Þeir voru agaðir og Haukur stórkostlegur.“

Klippuna í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Hauk ÞrastarsonFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.