Handbolti

Seinni bylgjan: Eftirlitsdómarinn stöðvaði leikmenn KA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján stöðvar Dag.
Kristján stöðvar Dag. vísir/skjáskot

Athyglisvert atvikið átti sér stað á mikilvægu augnabliki í leik Aftureldingar og KA í Olís-deild karla á sunnudagskvöldið.

Staðan var jöfn 26-26 er Dagur Gautason leikmaður KA ætlaði að hlaupa inn á völlinn. Akureyringar voru færri og hefði hann hlaupið inn á hefðu þeir verið of margir inni á vellinum.

Kristján Halldórsson, eftirlitsmaður, sá hins vegar til þess að Dagur fór ekki inn á völlinn og því fengu KA-menn ekki auka tvær mínútur.

Atvikið var í rætt í Seinni bylgjunni í gærkvöldi og spurt hvort að þetta væri hlutverkið hans Kristjáns.

„Ég myndi halda ekki. Ég held að hann eigi að fara þarna inn á og flauta svo bara og setja aðrar tvær mínútur á þetta,“ sagði Ágúst Jóhannsson og hélt áfram:

„Ég hef aldrei orðið var við það þegar það eru vitlausar skiptingar hjá mér að eftirlitsmennirnir séu að koma straujandi og stoppa þá af.“

Henry Birgir Gunnarsson, þáttarstjórnandi, fór á stúfana og útskýrði svo málið.

„Ég aflaði mér upplýsinga um þetta og þeir ættu ekki að gera þetta en þeir bæri samt að passa upp á menn. Eðlilega eru menn misvakandi.“

„Þetta er mjög góð þjónusta og það var mikið stress þarna en fyrsta umferð og við gefum þetta. Það er verið að hjálpa mönnum inn í mótið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon.

Innslagið má sjá hér að neðan.


Klippa: Seinni bylgjan: Eftirlitsdómari skiptir sér af


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.