Körfubolti

Tékkar unnu Pólverja og spila um 5. sætið á HM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik Tékklands og Póllands á HM í körfubolta.
Úr leik Tékklands og Póllands á HM í körfubolta. Vísir/Getty

Leikur dagsins var einkar kaflaskiptur ef frá er talinn 1. leikhluti leiksins en staðan að honum loknum var 23-23 og ljóst að það stefndi í fjörugan leik.

Í 2. leikhluta voru Tékkar sterkari aðilinn en Pólverjar fundu engar glufur á sterkri vörn Tékka í leikhlutanum. Alls settu Pólverjar aðeins 12 stig gegn 20 hjá Tékkum og staðan því 43-35 Tékkum í vil þegar flautað var til hálfleiks.

Pólverjar komu inn í síðari hálfleik af miklum krafti og unnu 3. leikhluta með sjö stiga mun. Það munaði því aðeins einu stigi á liðunum fyrir 4. og síðasta leikhluta leiksins.

Það virtist hins vegar sem að Pólverjar hefðu sprengt sig í 3. leikhluta en Tékkar skoruðu alls 30 stig í 4. leikhluta gegn 21 hjá Pólverjum og fór það því svo að Tékkar unnu á endanum 10 stiga sigur, lokatölur 94-84.

Vojtech Hruban var stigahæstur í liði Tékka með 24 stig. Þar á eftir kom Tom Satoransky með 22 stig ásamt því að gefa 12 stoðsendingar. Hjá Pólverjum var Adam Waczynski stigahæstur með 22 stig.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.