Sport

Gunnar búinn að samþykkja bardaga við Burns

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar í bardaga sínu gegn Leon Edwards í mars.
Gunnar í bardaga sínu gegn Leon Edwards í mars. vísir/getty
Gunnar Nelson var skoraður á hólm af Brasilíumanninum Gilbert Burns í gær og okkar maður tekur þeirri áskorun.

Hlutirnir hafa gerst hratt síðan það varð ljóst að Thiago Alves gæti ekki barist við Gunnar í Kaupmannahöfn þann 28. september vegna veikinda.

Burns var fljótur að bjóða fram krafta sína þó svo það væri stutt í bardagann.

„Þetta kom snöggt upp og ég var bara á gæsaveiðum er ég fékk þessi leiðinlegu tíðindi,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars.

„Við tókum símafund í nótt er ég var kominn heim og vorum að vinna í þessum málum. Á endanum ákváðum við að segja UFC að Gunni væri til í að berjast við Burns. Nú er það þeirra að ganga frá málinu.“

Miðað við hversu stóryrtur og æstur Burns var í gær að fá bardagann þá er væntanlega lítið mál að ganga frá þessum málum. Það er því allt útlit fyrir að Gunnar berjist í Köben eftir allt saman.

MMA

Tengdar fréttir

Burns vill berjast við Gunnar

Það varð ljóst í gær að Brasilíumaðurinn Thiago Alves mun ekki berjast við Gunnar Nelson í lok mánaðar en landi hans, Gilbert Burns, er til í að bjarga málunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×